Það þarf að aflima Úkraínu

Um áttatíu þúsund Úkraínumenn hafa misst útlim frá því Rússar …
Um áttatíu þúsund Úkraínumenn hafa misst útlim frá því Rússar hófu innrás í landið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það er vor í lofti í Kænug­arði. Fjórða vorið frá því Rúss­ar réðust inn í landið með valdi og komust ná­lægt því að leggja það und­ir sig, að skip­un ein­ræðis­herr­ans Vla­dimírs Pútín. Síðan hef­ur hátt í hálf millj­ón manna látið lífið. Enn fleiri hafa særst.

Hér í Tytanov-end­ur­hæf­ing­ar­stöðinni er þeim hjálpað aft­ur á fæt­ur sem jafn­vel hafa misst þá.

An­ast­asía Naí­men­kó leiðir blaðamann og ljós­mynd­ara inn í stöðina úr frost­still­unni sem fyr­ir utan rík­ir, en hún hef­ur verið stofn­anda stöðvar­inn­ar inn­an hand­ar und­an­far­in ár.

Við erum vart kom­in inn þegar fram hjá okk­ur brun­ar maður á hjóla­stól, fóta­laus, en snýr sér við með glöðu geði um leið og An­ast­asía kall­ar til hans.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert