Trump undanþiggur snjallsíma og tölvur frá tollum

Aftur á móti fá 20%-tollar, sem Trump lagði á Kína …
Aftur á móti fá 20%-tollar, sem Trump lagði á Kína fyrr í ár vegna við hlutverks landsins í fentanýl-innflutning til Bandaríkjanna, að standa. Á mynd eru Donald Trump Bandaríkjaofrseti og Xi Jinping, forseti Kína. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur und­anþegið snjallsíma og tölv­ur frá toll­um sem hann setti á í síðustu viku. Und­anþág­urn­ar ná einnig til 145% tolla á inn­flutn­ing frá Kína.

Tolla- og landa­mæra­eft­ir­lit Banda­ríkj­anna birti til­kynn­ingu í nótt þar sem út­skýrt var að vör­urn­ar yrðu und­an­skild­ar frá 10% tolli Trumps á flest lönd og mun hærri inn­flutn­ings­skatti á kín­versk­ar vör­ur.

Kín­verj­ar til­kynntu í gær að þeir hygðust leggja 125% tolla á banda­rísk­ar vör­ur eft­ir að hafði Trump hækkaði toll­ana á Kína í 145%.

Bandarísk tæknifyrirtæki höfðu mörg áhyggjur af tollunum.
Banda­rísk tæknifyr­ir­tæki höfðu mörg áhyggj­ur af toll­un­um. AFP/​Pat­rick T. Fallon

iP­ho­ne hefði getað marg­fald­ast í verði

Áhyggj­ur voru uppi meðal banda­rískra tæknifyr­ir­tækja um að verð á raf­tækj­um myndi hækka gíf­ur­lega vegna toll­anna enda eru mörg þeirra fram­leidd í Kína, að sögn BBC.

Margt benti til þess að verð á iP­ho­ne og öðrum raf­tækj­um í Banda­ríkj­un­um myndi þre­fald­ast ef kostnaður við toll­ana hefði verið velt yfir á neyt­end­ur. Und­anþág­urn­ar ná einnig til annarra raf­einda­tækja og íhluta, þar á meðal hálfleiðara, sólarraf­hlöðna og minn­iskorta.

Banda­rík­in eru stór markaður fyr­ir iP­ho­ne, en Apple stóð fyr­ir meira en helm­ingi af snjallsíma­sölu sinni í fyrra, sam­kvæmt Coun­terpo­int Rese­arch.

Kína slepp­ur þó ekki al­veg með skrekk­inn þar sem 20%-toll­ar sem Trump lagði á landið fyrr í ár, þá vegna við hlut­verks Kína í fenta­nýl-inn­flutn­ing til Banda­ríkj­anna, fá að standa, að því er New York Times grein­ir frá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert