„Án þrýstings halda Rússar áfram að draga stríðið á langinn“

Volodimír Selenski Úkraínuforseti.
Volodimír Selenski Úkraínuforseti. AFP

„Það skipt­ir sköp­um að heim­ur­inn sé ekki þög­ull eða áhuga­laus eft­ir eld­flauga­árás­ina í Súmí," seg­ir Volodimír Selenski Úkraínu­for­seti í færslu á sam­fé­lags­miðlin­um X en 32 eru látn­ir og tug­ir manna eru særðir eft­ir árás Rússa á úkraínsku borg­ina í morg­un.

Selenskí for­dæm­ir árás­ina og seg­ir að heims­byggðin verði að bregðast harka­lega við.

„Það verður að vera þrýst­ingu á Rússa að binda enda á stríðið og tryggja ör­yggi fólks,“ seg­ir Selenskí og bæt­ir við að Rúss­ar muni halda áfram að draga stríðið á lang­inn án mik­ils þrýst­ings.

Hann seg­ir að þetta sé í annað sinn sem Pút­in Rúss­lands­for­seti hunsi til­lögu Banda­ríkj­anna um fullt og skil­yrðis­laust vopna­hlé.

„Því miður eru Rúss­ar sann­færðir um að þeir geti haldið áfram að drepa refsi­laust. Aðgerðir eru nauðsyn­leg­ar til að breyta þessu ástandi,“ seg­ir Selenskí.

Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti seg­ir að árás Rússa á borg­ina Súmí sýni að Rúss­ar ein­ir kjósi að halda stríðinu áfram.

„Þetta sýn­ir ský­lausa van­v­irðingu Rússa fyr­ir manns­líf­um, alþjóðalög­um og viðleitni Don­ald Trumps Banda­ríkja­for­seta um að binda enda á stríðið,“ seg­ir Macron.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert