Barn hafi látist vegna árásar Ísraels á spítala

Tvær eldflaugar hæfðu Al-Ahli spítalann í dag.
Tvær eldflaugar hæfðu Al-Ahli spítalann í dag. AFP

Barn lést vegna árás­ar Ísra­els­manna á spít­ala á Gasa­strönd­inni í morg­un, að sögn Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar. Ísra­els­her held­ur því fram að Ham­as-liðar hafi haft starfstöðvar á spít­al­an­um.

Ísra­els­her gerði í dag árás á spít­ala á Gasa­strönd­inni og sagðist hafa hæft þar stjórn­stöðvar Ham­as-sam­tak­anna. Frá því að stríðið braust út hafa Palestínu­menn í auknu mæli leitað á spít­ala að skjóli frá loft­árás­um Ísra­els­manna.

Eng­inn lést í sjálfri árás­inni á Al-Ahli spít­al­ann en hún leiddi til þess að skurðaðgerðaálm­an og tæki til súr­efn­is­fram­leiðslu eyðilögðust, að sögn al­manna­varna á Gasa­strönd­inni. Tug­ir sjúk­linga neydd­ust marg­ir til að flýja spít­al­ann.

Þurftu að færa sjúk­linga milli spít­ala

Tedros Adhanom Ghebr­eyes­us, for­stöðumaður Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar, skrif­ar á X að barn hafi látið lífið vegna trufl­un­ar á lækn­isþjón­ustu.

„Bráðamót­tak­an, rann­sókn­ar­stof­an, rönt­gen­vél­ar fyr­ir bráðamót­tök­una og apó­tekið voru eyðilögð,“ seg­ir Ghebr­eyes­us.

„Spít­al­inn var neydd­ur til að færa 50 sjúk­linga á aðra spít­ala. Ekki var hægt að færa 40 sjúk­linga sem voru í lífs­hættu.“

Hann bend­ir á að spít­al­ar séu verndaðir sam­kvæmt alþjóðalög­um. „Árás­um á heilsu verður að linna.“

Árás­ir fær­ast í auk­ana

Ísra­els­her hef­ur lagt aukið púður í árás­ir sín­ar á Gasa­strönd­inni síðustu vik­ur.

Her­inn hef­ur lagt und­ir sig svæði sem skil­ur að borg­irn­ar Rafah og Khan Yun­is á Gasa­svæðinu.

Her­inn hyggst nú út­víkka hernaðaraðgerðir sín­ar og fyr­ir­skipaði í gær tugþúsund­um íbúa Khan Yun­is að yf­ir­gefa borg­ina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert