Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders mætti óvænt á tónlistarhátíðina Coachella í Kaliforníu í gær.
Ekki var búið að tilkynna að Sanders myndi mæta, en tónleikagestir tóku honum fagnandi.
Sanders hélt stutta tölu á hátíðinni. Sagði hann Bandaríkin standa frammi fyrir erfiðum áskorunum og undir ungu kynslóðinni komið að móta framtíð þjóðarinnar. Skoraði hann á gesti hátíðarinnar að láta til sín taka og berjast fyrir réttlæti.
Eftir að hafa stuttlega ávarpað mannfjöldann kynnti Sanders poppsöngkonuna Clairo á sviðið.
Thank you, Coachella.
— Bernie Sanders (@BernieSanders) April 13, 2025
I enjoyed introducing the great @clairo tonight.
These are tough times.
The younger generation has to help lead in the fight to combat climate change, protect women’s rights, and build an economy that works for all, not just the few. pic.twitter.com/8sGvKAuNYY