Bernie Sanders mætti á Coachella

Sanders ávarpaði gesti.
Sanders ávarpaði gesti. AFP/Valerie Macon

Banda­ríski öld­unga­deild­arþingmaður­inn Bernie Sand­ers mætti óvænt á tón­list­ar­hátíðina Coachella í Kali­forn­íu í gær. 

Ekki var búið að til­kynna að Sand­ers myndi mæta, en tón­leika­gest­ir tóku hon­um fagn­andi.

Sand­ers hélt stutta tölu á hátíðinni. Sagði hann Banda­rík­in standa frammi fyr­ir erfiðum áskor­un­um og und­ir ungu kyn­slóðinni komið að móta framtíð þjóðar­inn­ar. Skoraði hann á gesti hátíðar­inn­ar að láta til sín taka og berj­ast fyr­ir rétt­læti.

Eft­ir að hafa stutt­lega ávarpað mann­fjöld­ann kynnti Sand­ers popp­söng­kon­una Clairo á sviðið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka