Fulltrúi Trumps: Rússar fóru yfir öll velsæmismörk

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti ásamt Keith Kellogg, sérstökum erindreka Trumps í …
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti ásamt Keith Kellogg, sérstökum erindreka Trumps í Kænugarði. AFP/Sergei Súpinskí

Árás Rússa­hers á Sumy í aust­ur­hluta Úkraínu í morg­un fer yfir öll vel­sæm­is­mörk, að sögn er­ind­reka Trump-stjórn­ar­inn­ar í Úkraínu.

Rúm­lega 34 manns, þar á meðal tvö börn, eru að sögn lát­in eft­ir að Rúss­ar gerðu eld­flaug­ar­ás á Sumy í dag, pálma­sunnu­dag. Þá eru hið minnsta 117 særðir, að sögn Kyiv Indipend­ent

Árás­in hef­ur mætt þung­um viðbrögðum frá evr­ópsk­um þjóðarleiðtog­um og Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti sak­ar Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta um að hunsa vopna­hléstil­lög­una sem Banda­rík­in hafa lagt á borðið.

Árás­in „röng“

Að sögn Keiths Kelloggs, sér­staks er­ind­reka Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta í Úkraínu, fer árás­in „yfir öll vel­sæm­is­mörk“.  Hann skrif­ar á X að árás­in sé „röng“.

Dmýtró Lýt­vyn, sam­skiptaráðgjafi Selenskís Úkraínu­for­seta, svaraði færslu Kelloggs: „Finnst þér ekki tíma­bært að slá Moskvumúlasn­ann yfir nefið með 2x4 [batt­ingi]?“ spyr Lýt­vyn.

Auk þessa skrif­ar Kat­ar­ina Mat­hernova, sendi­herra Evr­ópu­sam­bands­ins í Úkraínu, að árás­in sé stríðsglæp­ur. 

Sumy er 30 kíló­metr­um frá rúss­neska Kúrsk-héraðinu og Rúss­ar hafa oft gert árás­ir á svæðið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert