Kveikt í heimili ríkisstjóra Pennsylvaníu

Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníu.
Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníu. AFP/Getty Images/Anna Moneymaker

Lög­regla rann­sak­ar íkveikju á heim­ili Josh Shap­iro, sem er rík­is­stjóri Penn­sylvan­íu.

Shap­iro, demó­krati sem var marg­orðaður sem hugs­an­legt vara­for­seta­efni Kamölu Harris í for­seta­kosn­ing­un­um 2024, var í hús­inu með fjöl­skyldu sinni þegar eld­ur braust út í nótt.

Vel gekk að slökkva eld­inn, sem olli þó miklu tjóni á hús­næðinu að sögn viðbragðsaðila en fjöl­skyld­an býr í Harris­burg.

Shap­iro skrif­ar á X að fjöl­skyld­an hafi vaknað kl. 2 í nótt við lög­regl­una að berja á dyrn­ar. All­ir komust út heil­ir á húfi. 

Him­in­há fund­ar­laun

Shap­iro er 51 árs og þótti lík­leg­ast­ur til að vera vara­for­seta­efni Harris í mis­heppnaðri for­seta­kosn­inga­bar­áttu demó­krata, en Tim Walz, starfs­bróðir Shap­iro í Minnesota, var á end­an­um vara­for­manns­efni demó­krata.

Shap­iro þykir nú lík­leg­ur til þess að vera for­seta­efni flokks­ins í kosn­ing­um árið 2028, að því er Fox News grein­ir frá. Hann hef­ur verið rík­is­stjóri frá 2022 en sigraði þá naum­lega fjöl­miðla­stjörn­una Meh­met Oz (Dr. Oz), sem hafði notið stuðnings Trumps. 

Lög­regl­an biðlar nú til al­menn­ings um hjálp og býður allt að tíu þúsund­ir dala (1,3 m.kr.) til þess sem aðstoðar við að góma brennu­varg­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert