Tala látinna hækkar: 226 látnir

Fjölmargir létu lífið.
Fjölmargir létu lífið. AFP/Martin Bernetti

Nú hafa 226 manns látið lífið vegna slyss­ins sem átti sér stað í Dóm­in­íska lýðveld­inu í vik­unni. 

Á þriðju­dag hrundi þak á skemmti­stað í Santo Dom­ingo, höfuðborg Dóm­in­íska lýðveld­is­ins. Talið er að á bil­inu 500 til 1.000 manns hafi verið á skemmti­staðnum þegar þakið hrundi, en söngv­ar­inn ​​Rubby Perez var með tón­leika á staðnum. Perezer á meðal hinna látnu.

Meðal þeirra sem lét­ust er fólk frá Ítal­íu, Frakklandi, Kosta Ríka og Banda­ríkj­un­um. 

Ekki ligg­ur fyr­ir hvað olli því að þakið hrundi, en rann­sókn stend­ur yfir. 

Mikil sorg ríkir í borginni.
Mik­il sorg rík­ir í borg­inni. AFP/​Mart­in Ber­netti
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka