Nú hafa 226 manns látið lífið vegna slyssins sem átti sér stað í Dóminíska lýðveldinu í vikunni.
Á þriðjudag hrundi þak á skemmtistað í Santo Domingo, höfuðborg Dóminíska lýðveldisins. Talið er að á bilinu 500 til 1.000 manns hafi verið á skemmtistaðnum þegar þakið hrundi, en söngvarinn Rubby Perez var með tónleika á staðnum. Perezer á meðal hinna látnu.
Meðal þeirra sem létust er fólk frá Ítalíu, Frakklandi, Kosta Ríka og Bandaríkjunum.
Ekki liggur fyrir hvað olli því að þakið hrundi, en rannsókn stendur yfir.