Þorgerður fordæmir árás Rússa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. mbl.is/Eyþór

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra for­dæm­ir eld­flauga­árás Rússa á borg­ina Súmí í Úkraínu en að minnsta kosti 31 er lát­inn og tug­ir eru særðir eft­ir árás­ina sem er sú mann­skæðasta í marga mánuði.

„Ég er hneyksluð og er djúpt sorg­mædd að heyra um enn eina ógeðslega árás Rússa og að sprengja sak­lausa borg­ara í Súmi sem voru sam­an­komn­ir á pálma­sunnu­dag. Við for­dæm­um harðlega árás Rússa. Þess­ari til­gangs­lausu grimmd verður að hætta. Úkraína á skilið rétt­lát­an og var­an­leg­an frið og óbilandi stuðning okk­ar,“ skrif­ar Þor­gerður á X.

31 er látinn eftir árás Rússa á úkraínsku borgina Súmí …
31 er lát­inn eft­ir árás Rússa á úkraínsku borg­ina Súmí í dag. AFP

Árás Rússa í dag var gerð tveim­ur dög­um eft­ir að Steve Wit­koff, sendi­maður Banda­ríkj­anna, fór til Rúss­lands til að hitta Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta og þrátt fyr­ir að Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, hafi hvatt stjórn­völd í Rússlandi til að binda enda á stríðið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka