Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fordæmir eldflaugaárás Rússa á borgina Súmí í Úkraínu en að minnsta kosti 31 er látinn og tugir eru særðir eftir árásina sem er sú mannskæðasta í marga mánuði.
„Ég er hneyksluð og er djúpt sorgmædd að heyra um enn eina ógeðslega árás Rússa og að sprengja saklausa borgara í Súmi sem voru samankomnir á pálmasunnudag. Við fordæmum harðlega árás Rússa. Þessari tilgangslausu grimmd verður að hætta. Úkraína á skilið réttlátan og varanlegan frið og óbilandi stuðning okkar,“ skrifar Þorgerður á X.
Árás Rússa í dag var gerð tveimur dögum eftir að Steve Witkoff, sendimaður Bandaríkjanna, fór til Rússlands til að hitta Vladimír Pútín Rússlandsforseta og þrátt fyrir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi hvatt stjórnvöld í Rússlandi til að binda enda á stríðið.
Shocked and deeply saddened to hear of yet another disgusting Russian attack, now bombing innocent civilians in Sumy gathered for Palm Sunday. We condemn Russia in strongest terms. This senseless brutality must stop. 🇺🇦deserves a just, lasting peace and our unwavering support. https://t.co/6Y8VHv2ru7
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) April 13, 2025