Lögreglunni í Agder-fylki í Noregi er það hulin ráðgáta hvaða ástæður bjuggu að baki voveiflegu drápi mæðgnanna Anne Grimstad og sautján ára gamallar dóttur hennar, Elinu Jeanette, en mæðgurnar fundust skotnar til bana á heimili sínu í Vigeland í Lindesnes þar í fylkinu að morgni mánudagsins 31. mars.
„Eins og málið horfir við okkur nú verðum við að búa okkur undir það að fá aldrei botninn í það hver ástæða þessara drápa var,“ segir Tove Haugland, ákæruvaldsfulltrúi lögreglunnar í Agder, í samtali við norska ríkisútvarpið NRK.
Segir hann lögregluna ekki munu velta sér frekar upp úr því hvað manni á þrítugsaldri gekk til með því að skjóta þær mæðgur til bana í marslok og sé það meðal annars af tillitssemi við aðstandendur. Sjálfur verður ódæðismaðurinn, maður á þrítugsaldri frá Austur-Agder, hvorki knúinn skýringa né reikningsskila gjörða sinna þar sem hann fannst látinn á bílastæði í um tuttugu kílómetra fjarlægð frá vettvangi og hafði stytt sér aldur með sama skotvopni og varð mæðgunum að aldurtila.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.