Banna gleðigönguna með stjórnarskrárviðauka

Frá gleðigöngunni í Búdapest á síðasta ári en ólíklegt er …
Frá gleðigöngunni í Búdapest á síðasta ári en ólíklegt er að gangan verði haldin í ár í ljósi nýrra laga landsins. AFP/Farenc Isza

Um­deild­ur viðauki við ung­versku stjórn­ar­skrána var samþykkt­ur á þing­inu þar í landi í dag sem bann­ar gleðigöng­ur í land­inu.

Þing­menn Fidesz, stjórn­ar­flokks­ins í Ung­verjalandi, segja að gleðigöng­ur séu hættu­leg­ar börn­um og að vernd barna sé mik­il­væg­ari en rétt­ur fólks til að safn­ast sam­an. 

Með viðauk­an­um er það einnig fest í stjórn­ar­skrá lands­ins að Ung­verja­land viður­kenni aðeins tvö kyn, karl og konu. Yf­ir­völd segja þetta vera gert til að vernda lík­am­leg­an, and­leg­an og siðferðis­leg­an þroska barna. 

Forsætisráðherra Ungverjalands, Viktor Orban, við atkvæðagreiðsluna á þinginu í dag.
For­sæt­is­ráðherra Ung­verja­lands, Vikt­or Or­ban, við at­kvæðagreiðsluna á þing­inu í dag. AFP/​Attila Kis­benedek

Mik­ill meiri­hluti

Stjórn­ar­skrár­breyt­ing­arn­ar voru samþykkt­ar með mikl­um meiri­hluta at­kvæða á þing­inu. 140 þing­menn greiddu með breyt­ing­un­um og 21 á móti.

Mót­mælt var við þing­húsið á meðan at­kvæði voru greidd.

Tals­menn gleðigöng­unn­ar í Ung­verjalandi segja að ef rík­is­stjórn­in geti bannað gleðigöng­una sé ekk­ert sem meini henni að banna sam­kom­ur annarra hópa í land­inu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert