Herinn kallaður út í Birmingham

Sorpið hefur safnast upp síðasta mánuðinn.
Sorpið hefur safnast upp síðasta mánuðinn. AFP/Ben Stansall

Ang­ela Rayner, hús­næðis- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra og aðstoðarfor­sæt­is­ráðherra Bret­lands, hef­ur kallað út her­inn til hreinsa burt um 17 þúsund tonn af sorpi sem safn­ast hef­ur upp á göt­um Bir­ming­ham, eft­ir að sorp­hirðustarfs­menn fóru í verk­fall fyr­ir mánuði síðan. The Tel­egraph grein­ir frá.

Það er ekki bara óþrifnaður­inn af sorp­inu sem veld­ur vand­ræðum, held­ur hef­ur hækk­andi hiti gert það að verk­um að lykt­in er orðin svo óbæri­leg að fólk jafn­vel kast­ar upp þegar það fer út. Þá laðar sorpið að sér rott­ur, refi og skor­dýr. Ástandið er orðið það slæmt að það er talið ógna heilsu borg­ar­búa.

Rottur, refir og önnur dýr leita í ruslið og lyktin …
Rott­ur, ref­ir og önn­ur dýr leita í ruslið og lykt­in er óbæri­leg. AFP/​Ben Stansall

Málið þykir hið vand­ræðal­eg­asta

Þykir málið vera hið vand­ræðal­eg­asta fyr­ir rík­is­stjórn Verka­manna­flokks­ins, þar sem borg­inni sé jafn­framt stýrt af flokkn­um. En verka­lýðsfé­lagið Unite hafnaði í síðustu viku til­raun Rayner til að koma á samn­ing­um við sorp­hirðufólk. Því hef­ur verið brugðið á það ráð að kalla út her­inn.

Stjórn­ar­andstaðan held­ur því fram að það sé til merk­is um vax­andi ör­vænt­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar að fá her­inn til aðstoðar. Nú sé kom­inn tími til að rík­is­stjórn­in standi upp gegn verka­lýðsfé­lög­un­um.

Ótíma­bundn­ar verk­fallsaðgerðir sorp­hirðufólks hóf­ust þann 11. mars síðastliðinn.

AFP/​Ben Stansall
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert