Stjórnendur Harvard segja nei við kröfum Trumps

Allmargir Íslendingar hafa sótt nám við Harvard-háskólann í Massachusetts í …
Allmargir Íslendingar hafa sótt nám við Harvard-háskólann í Massachusetts í Bandaríkjunum. AFP

Stjórn­end­ur banda­ríska há­skól­ans Har­vard höfnuðu í dag víðtæk­um kröf­um sem Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur sett til að sporna gegn gyðinga­h­atri á há­skóla­svæðinu.

Með þessu hætt­ir stjórn skól­ans á að fá ekki leng­ur fjár­mögn­un frá al­rík­inu en á síðasta ári nam fjár­stuðning­ur al­rík­is­ins til skól­ans 686 millj­ón­um dala eða tæp­um 88 millj­örðum ís­lenskra króna. 

Þann 3. apríl fengu stjórn­end­ur Har­vard tölvu­póst um breytt­ar kröf­ur Trumps hvað snert­ir stjórn­un, ráðning­ar og inn­töku­ferli við skól­ann.

Vill út­tekt á viðhorfi til fjöl­breyti­leika

Kallaði Trump-stjórn­in eft­ir því að miðað yrði við „hæfni­miðaða“ inn­töku- og ráðninga­stefnu auk þess sem að fram­kvæma ætti út­tekt á viðhorf­um nem­enda, kenn­ara og stjórn­enda til fjöl­breyti­leika. 

Þá vill Trump-stjórn­in einnig banna nem­end­um og kenn­ur­um að bera and­lits­grím­ur auk þess sem þrýst er á stjórn­end­ur skól­ans að hætta að viður­kenna og fjár­magna „nem­enda­hópa eða klúbba sem hvetja til glæp­sam­legr­ar starf­semi eða ólög­legs of­beld­is“.

Trump vill sporna gegn gyðingahatri innan skólans.
Trump vill sporna gegn gyðinga­h­atri inn­an skól­ans. AFP

Fjöl­mörg mót­mæli voru á há­skóla­svæðum víðs veg­ar um Banda­rík­in á síðasta ári þar sem nem­end­ur mót­mæltu stríði Ísra­els á Gasa. Mót­mæl­in leiddu oft til átaka þar sem lög­regl­an þurfti að sker­ast í leik­inn. 

Trump og aðrir re­públi­kan­ar hafa sakað mót­mæl­end­ur um að styðja við hryðju­verka­sam­tök­in Ham­as. 

Semja ekki um sjálf­stæði sitt

Alan Garber, rektor Har­vard, hét því til nem­enda og kenn­ara skól­ans að skól­inn myndi ekki „semja um sjálf­stæði sitt eða stjórn­ar­skrár­bund­in rétt­indi“.

Sagði hann að þó svo að sum­ar af þeim aðgerðum sem Trump-stjórn­in leggi til bein­ist að því að sporna gegn gyðinga­h­atri inn­an skól­ans séu þær flest­ar til þess falln­ar að hafa af­skipti af stjórn­un skól­ans. 

„Eng­in rík­is­stjórn – óháð því hver er við völd – ætti að geta ákveðið hvað einka­rekn­ir há­skól­ar kenna, hvern þeir taka inn og ráða til starfa eða hvaða rann­sókn­ar eru stundaðar við skól­ann,“ skrifaði Gaber í tölvu­póst­in­um til nem­enda og kenn­ara. Bætti hann við að skól­inn hafi ráðist í víðtæk­ar um­bæt­ur til að tak­ast á við gyðinga­hat­ur inn­an skól­ans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert