„Stríðið hans Bidens, ekki mitt“

Donald Trump vandar forvera sínum í starfi ekki kveðjunar.
Donald Trump vandar forvera sínum í starfi ekki kveðjunar. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti kenn­ir for­vera sín­um Joe Biden um það hvers vegna stríð geis­ar nú í Úkraínu. Þetta ger­ir hann á sam­fé­lags­miðlin­um Truth Social þar sem hann seg­ir Biden og Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seta bera ábyrgð á þeim stríðshörm­ung­um sem eiga sér nú stað í Úkraínu.

„Stríðið á milli Rúss­lands og Úkraínu er stríðið hans Bidens, ekki mitt.“

„Ég hafði ekk­ert að gera með þetta stríð: En ég er að vinna staðfast­lega að því að stöðva dauða og eyðilegg­ingu [í Úkraínu],“ seg­ir Trump.

Þá seg­ir hann að ef ekki hefði verið fyr­ir svindl í for­seta­kosn­ing­un­um árið 2020 hefði verið hægt að koma í veg fyr­ir stríð á fleiri en eina vegu. Hins veg­ar hafi Biden og Selenskí staðið sig afar illa í viðleitni sinni til að koma í veg fyr­ir stríð.

„En það er í fortíðinni. Núna þurf­um við að stöðva það [stríðið] og það hratt. Þetta er dap­ur­legt,“ seg­ir Trump.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka