Einn 70 milljóna bíll á dag

Fákar á borð við hinn 720 hestafla Ferrari F8 eru …
Fákar á borð við hinn 720 hestafla Ferrari F8 eru orðnir algeng sjón á norskum vegum nú til dags. Ekki er mikið meira en áratugur síðan aðeins einn og einn slíkur færleikur sást þar, en auðlegð þjóðarinnar er breytt, gjörbreytt. Ljósmynd/Wikipedia.org/Alexander Migi

„Nú koma marg­ir inn í umboðið hjá mér og segj­ast undr­ast alla þessa sport­bíla í Nor­egi,“ seg­ir Olav Med­hus í sam­tali við norska rík­is­út­varpið NRK, hand­hafi umboðs þar í landi fyr­ir bif­reiðamerk­in Ferr­ari, McLar­en, Lam­borg­hini og Bentley.

„Það sem er hérna núna er þó bara það sem selst á tveim­ur vik­um,“ bæt­ir hann við.

Med­hus sel­ur að meðaltali eina sport­bif­reið hvern virk­an dag með verðmiða á bil­inu fimm til sex millj­ón­ir norskra króna, jafn­v­irði 63 til 76 millj­óna ís­lenskra króna. Það gera um 300 of­ur­sport­bíla á ári – og það er bara frá umboðinu hans.

Gjá­in milli vellauðugra Norðmanna ann­ars veg­ar og hefðbund­inna launaþræla hins veg­ar breikk­ar nú ört hjá bænda- og fisk­veiðaþjóðinni sem á nokkr­um ára­tug­um varð rík­ust í heimi eft­ir að hafa upp­götvað auðugar lind­ir olíu og gass und­ir botni Norður­sjáv­ar­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert