Endurupptaka hafin á máli Weinsteins

Harvey Weinstein var ekið inn í hjólastól er réttarhöldin hófust …
Harvey Weinstein var ekið inn í hjólastól er réttarhöldin hófust í New York í dag. AFP

Rétt­ar­höld eru haf­in að nýju yfir fyrr­ver­andi kvik­mynda­fram­leiðand­an­um Har­vey Wein­stein. Um er að ræða end­urupp­töku á máli þar sem Wein­stein var sak­felld­ur fyr­ir nauðgun og kyn­ferðis­brot gegn tveim­ur kon­um.

Wein­stein hafði verið dæmd­ur í 23 ára fang­elsi í því máli árið 2020. Áfrýj­un­ar­dóm­stóll vísaði hins veg­ar úr­sk­urðinum frá í fyrra á þeim for­send­um að dómsmeðferðin hafi ekki verið sann­gjörn, þar sem kon­ur sem Wein­stein var ekki sakaður um að hafa brotið á fengu að bera vitni.

Bera vitni aft­ur

Rétt­ar­höld­in hóf­ust í dag í New York og var Wein­stein ekið inn í rétt­ar­sal­inn í hjóla­stól, en hann hef­ur glímt við ýmsa heilsu­kvilla und­an­farna mánuði.

Wein­stein var sak­felld­ur árið 2020 fyr­ir að hafa beitt Mimi Haleyi, fyrr­ver­andi aðstoðar­konu við fram­leiðslu, kyn­ferðisof­beldi árið 2006 og nauðgað Jessica Mann, upp­renn­andi leik­konu, árið 2013.

Báðar báru þær vitni í þeim rétt­ar­höld­un­um árið 2020 og munu þær nú bera vitni aft­ur.

Annað kyn­ferðis­brot tekið fyr­ir í rétt­ar­höld­un­um

Í þess­um rétt­ar­höld­um verður einnig tek­in fyr­ir ný ákæra sem hef­ur verið lögð fram á hend­ur Wein­stein, en hon­um er gefið að sök að hafa brotið kyn­ferðis­lega á konu í hót­el­her­bergi í New York árið 2006. Sú kona hef­ur ekki verið nafn­greind.

Linds­ey Gold­brum, lögmaður hinn­ar ónefndu konu, seg­ir þá staðreynd að Haleyi og Mann muni bera vitni aft­ur vera vitn­is­b­urð um hug­rekki þeirra og að sam­an muni kon­urn­ar þrjár tryggja að Wein­stein verði lát­inn sæta ábyrgð fyr­ir glæpi sína gegn kon­um.

Geti tekið allt að sex vik­ur

Bú­ist er við að rétt­ar­höld­in geti tekið allt að sex vik­ur.

Þrátt fyr­ir að dómn­um í þessu máli hafi verið vísað frá í fyrra sit­ur Wein­stein enn í fang­elsi, þar sem hann afplán­ar 16 ára dóm eft­ir að hafa verið sak­felld­ur í aðskildu máli í Kali­forn­íu árið 2023, fyr­ir að hafa nauðgað leik­konu árið 2013.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert