Sex ára fangelsi vegna umfjöllunar um Navalní

Blaðamennirnir fjórir sem voru sakfelldir.
Blaðamennirnir fjórir sem voru sakfelldir. AFP

Fjór­ir blaðamenn sem fjölluðu ít­ar­lega um Al­ex­ei Navalní, helsta and­stæðing Vla­dimírs Pútíns Rúss­lands­for­seta, hafa verið dæmd­ir í tæp­lega sex ára fang­elsi. 

Navalní lést í fanga­ný­lendu fyr­ir norðan heim­skauts­baug í fe­brú­ar á síðasta ári en þar var hann að afplána nítj­án ára fang­els­is­dóm. 

Blaðamenn­irn­ir fjór­ir sem voru sak­felld­ir eru sagðir hafa tengst Navalní og segja rúss­nesk stjórn­völd að þeir hafi tengst „öfga­hópi“. Höfðu þeir all­ir starfað við blaðamennsku á alþjóðleg­um miðlum líkt og Reu­ters og Associa­ted Press. 

Tók viðtal tveim­ur dög­um fyr­ir and­látið

Ein þeirra sak­felldu heit­ir Ant­on­ía Kra­vt­sova en hún hafði fjallað ít­ar­lega um mál Navalnís í tvö ár áður en hann lést. Hún tók viðtal við Navalní í gegn­um fjar­funda­búnað aðeins tveim­ur dög­um áður en hann lést. 

Tveir aðrir blaðamenn, Konst­an­ín Ga­bov og Ser­gei Karel­ín, eru sagðir hafa unnið við mynd­bands­gerð fyr­ir sam­fé­lags­miðla Navalnís. 

Mik­il mót­mæli voru fyr­ir utan dóms­húsið í Moskvu í dag þar sem dóm­ur­inn var kveðinn upp. Rétt­ar­höld­in fóru fram fyr­ir lokuðum dyr­um. 

Eft­ir að dóm­ur­inn var kveðinn upp sendu fjór­menn­ing­arn­ir frá sér yf­ir­lýs­ingu sem var birt í sjálf­stæðum fjöl­miðlum í Rússlandi. Lýstu þeir áhyggj­um af fjöl­miðlafrels­inu í Rússlandi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert