Þjóðverjar opna á Taurus-flaugar

Ógn Úkraína hefur lengi óskað eftir Taurus-flugskeytum en til þessa …
Ógn Úkraína hefur lengi óskað eftir Taurus-flugskeytum en til þessa hafa þýsk stjórnvöld verið hikandi. Nú virðist staðan þó vera að breytast. AFP/Varnarmálaráðuneyti Þýskalands

Leiðtogi kristi­legra demó­krata og næsti Þýska­landskansl­ari, Friedrich Merz, seg­ist op­inn fyr­ir því að senda Úkraínu­her lang­dræg flug­skeyti af gerðinni Taur­us. Kænug­arður hef­ur lengi kallað eft­ir vopna­kerf­inu sem sprengt get­ur upp skot­mörk í allt að 500 kíló­metra fjar­lægð. Með vopni þessu verður hægt að sprengja upp mik­il­væg hernaðarleg skot­mörk djúpt inni í rúss­nesku landi. Moskvu­valdið hef­ur þegar brugðist við tíðind­un­um, seg­ir þetta al­var­lega stig­mögn­un.

Merz lýsti þessu yfir í sam­tali við þýska fjöl­miðil­inn ARD. Sagði hann nauðsyn­legt að veita Úkraínu áfram­hald­andi hernaðaraðstoð og ný vopna­kerfi sem breytt geta gangi stríðsins. Með Taur­us væri hægt að stórskaða getu Rúss­lands til árása. Nefndi kansl­ar­inn sér­stak­lega Kert­sj-brú, sem teng­ir Rúss­land við Krímskaga, sem mik­il­vægt skot­mark. En einnig Krímskaga sjálf­an, þar eru hernaðarlega mik­il­væg skot­mörk sem Rúss­ar mega ekki við því að missa í árás­um. Fari Krímskagi í upp­nám mun það hafa mikl­ar og al­var­leg­ar af­leiðing­ar í för með sér fyr­ir inn­rás­arlið Rússa.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka