Yrði „risastór umbun fyrir hryðjuverk“

Macron sagði í síðustu viku að Frakk­land gæti tekið það …
Macron sagði í síðustu viku að Frakk­land gæti tekið það for­dæma­lausa skref að viður­kenna palestínskt ríki. Netanjahú gagnrýnir það harðlega. Samsett mynd AFP

Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, lýsti harðri and­stöðu sinni gegn viður­kenn­ingu palestínsks rík­is í sím­tali við Emm­anu­el Macron, for­seta Frakk­lands, í morg­un.

Sagði Net­anja­hú að viður­kenn­ing rík­is­ins yrði „risa­stór umb­un fyr­ir hryðju­verk“.

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá for­sæt­is­ráðuneyt­inu í Ísra­el.

Frakk­land gæti viður­kennt palestínskt ríki 

Í gær ræddi Macron sím­leiðis við Mahmúd Abbas, for­seta palestínsku heima­stjórn­ar­inn­ar og leiðtoga Fatah-sam­tak­anna, og hvatti í kjöl­farið heima­stjórn­ina til að taka yfir stjórn á Gasa­svæðinu. Hryðju­verka­sam­tök­in Ham­as hafa verið við völd þar frá ár­inu 2007.

Macron kallaði eft­ir því að Ham­as yrði af­vopnað og komið frá völd­um.

Einnig sagði Macron á ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna í síðustu viku að Frakk­land gæti tekið það for­dæma­lausa skref að viður­kenna palestínskt ríki, en það vakti hörð viðbrögð meðal Ísra­els­manna.

Þján­ing­um borg­ara verður að ljúka

Macron hef­ur tjáð sig um sím­talið á X, þar sem hann sagði hafa sagt Net­anja­hú að þján­ing­um al­mennra borg­ara á Gasa­svæðinu yrði að ljúka og að aðeins vopna­hlé gæti leyst ísra­elska gísla úr haldi Ham­as.

Þá kallaði Macron einnig eft­ir því að all­ar leiðir fyr­ir mannúðaraðstoð inn á Gasa­svæðið yrðu opnaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert