Dómari hótar að kæra Trump fyrir að óhlýðnast

Boasberg reyndi að setja Trump-stjórninni stólinn fyrir dyrnar þegar upp …
Boasberg reyndi að setja Trump-stjórninni stólinn fyrir dyrnar þegar upp komst um aform áform ríkisstjórnarinnar. Hún hlýddi honum samt ekki. AFP

Al­rík­is­dóm­ari í Washingt­on hótaði í dag að kæra Trump-stjórn­ina fyr­ir að óhlýðnast fyr­ir­mæl­um sín­um um að stöðva flug­vél­ar með flótta­menn frá Venesúela frá því að vera send­ar til El Sal­vador.

New York Times greina frá en í 46 blaðsíðna úr­sk­urði dóm­ar­ans James E. Boasber kem­ur fram að hann myndi hefja mála­rekst­ur gegn rík­is­stjórn­inni ef Hvíta húsið myndi ekki, inn­an við næsta mánuð, fram­fylgja úr­sk­urðinum: að gefa tug­um venesú­elskra manna, sem send­ir voru til El Sal­vador á grund­velli stríðslaga frá 18. öld, kost á að kæra brott­vís­un sína.

„Dóm­ur­inn kemst ekki að slík­um niður­stöðum létt­lega eða í flýti; held­ur hef­ur hann veitt verj­and­an­um mikið rými til að rétta úr eða út­skýra sín­ar gjörðir. Eng­in svör hafa verið full­nægj­andi,“ skrif­ar Basberg, en hann er dóm­ar­inn sem reyndi að setja Trump-stjórn­inni stól­inn fyr­ir dyrn­ar þegar upp komst um áformin.

Lög frá 1798

Hinn 14. mars gaf Don­ald Trump út for­seta­til­skip­un þar sem vísað var til laga­setn­ing­ar frá 1798 með það fyr­ir stafni að vísa liðsmönn­um venesú­elska glæpa­geng­is­ins Tren de Aragua (TdA) úr landi. Sagði Trump Venesúela­menn­ina ógna Banda­ríkja­mönn­um.

Laga­grein­in (1798 Alien Enemies Act) kveður á um að þegar Banda­rík­in eru í stríði eða að verj­ast inn­rás megi yf­ir­völd­ hand­sama ​og senda úr landi án málsmeðferðar alla borg­ara „óvinaþjóðar­inn­ar“ sem hafa náð 14 ára ald­ir. Lög­unum hafði aðeins verið beitt þris­var áður í Banda­ríkja­sög­unni, meðal ann­ars í fyrri og seinni heimstyrj­öld­inni.

Hót­un Boasbergs dóm­ara kem­ur aðeins degi eft­ir að Paula Xin­is, al­rík­is­dóm­ari í öðru máli er varðar téðar brott­vís­an­ir, til­kynnti að hún væri að hefja rann­sókn á því hvort Hvíta húsið hefði brotið í bága við úr­sk­urð hæsta­rétt­ar Banda­ríkj­anna.

Hún gef­ur Trump-stjórn­inni tvær vik­ur til að veita svör við því hvers vegna hinum 29 ára Kilm­ar Abrego Garcia var rang­lega vísað úr landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert