Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísraels, segir að engri hjálparaðstoð verði hleypt inn á Gasaströndina þar sem umfangsmiklar loftárásir hafa hafist að nýju auk landhernaðar.
Katz segir ástæðuna vera þá að Hamas-samtökin noti sér aðstoðina í sína þágu.
Stutt er síðan Sameinuðu þjóðirnar lýstu því yfir að ekki hafi verið meiri þörf fyrir mannúðaraðstoð frá því Ísraelsmenn hófu hernað í október árið 2023. Engin mannúðarastoð hefur borist á svæðið frá 2. mars.