Heilbrigðis- og mannúðarsamtökin Læknar án landamæra saka Ísraelsmenn um að koma í veg fyrir að samtökin og heilbrigðisstarfsfólk geti komist með nauðsynlega hjálp til þeirra sem eru í nauðum staddir á Gasasvæðinu.
Í yfirlýsingu frá Amande Bazerolle, samhæfingarstjóra samtakanna á svæðinu, segir að verið sé að breyta Gasasvæðinu í fjöldagröf fyrir Palestínumenn og að þeir, auk þeirra sem vilja koma þeim til hjálpar, séu hvergi óhultir.