Lögsækir Maine vegna ágreinings við ríkisstjórann

Forsetanum og ríkisstjóranum greinir á um þátttöku trans kvenna í …
Forsetanum og ríkisstjóranum greinir á um þátttöku trans kvenna í kvennaflokki í íþróttum. Samsett mynd/AFP/Mandel Ngan/AFP/Joseph Prezioso

Rík­is­stjórn Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta hef­ur höfðað mál gegn Maine-ríki þar sem ríkið hef­ur ekki fram­fylgt for­seta­til­skip­un um að banna þátt­töku trans kvenna í kvenna­flokki í íþrótt­um.

Pam Bondi, dóms­málaráðherra Banda­ríkj­anna, seg­ir að ráðuneytið bregðist við þar sem það muni ekki sitja hjá „þegar kon­ur verða fyr­ir mis­mun­un í íþrótt­um“. Hún seg­ir að til­skip­un­in sé til þess fall­in að vernda ör­yggi ungra kvenna.

Janet Mills, rík­is­stjóri Maine, er hins veg­ar ekki á sömu blaðsíðu og ráðherr­ann. Hún seg­ir að til­skip­un­in hafi aldrei snú­ist um vernd stúlkna og sak­ar rík­is­stjórn­ina um að „þvinga vilja sinn“ upp á ríki Banda­ríkj­anna. 

„Við sjá­umst fyr­ir dómi“

Al­rík­is­stjórn­in og rík­is­stjóri Maine hafa eldað grátt silf­ur um tíma.

Á blaðamanna­fundi banda­rískra rík­is­stjóra í fe­brú­ar tók­ust Trump og Mills á um bann trans kvenna í kvenn­aíþrótt­um.

Hótaði Trump að skera niður fjár­veit­ing­ar til rík­is­ins færi Maine ekki eft­ir for­seta­til­skip­un hans. 

„Við sjá­umst fyr­ir dómi,“ svaraði Mills for­set­an­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert