Seldu ónýta bíla sem nýja

Höfuðstöðvar Europol í Hollandi.
Höfuðstöðvar Europol í Hollandi. AFP

Lög­reglu­embætti víðs veg­ar um Evr­ópu hand­tóku tíu, yf­ir­heyrðu átján og lögðu hald á 31 millj­ón evra af ógreiddu skatt­fé á dög­un­um, þegar Europol réðst í um­fangs­mikl­ar aðgerðir gegn stór­um hópi bíla­smygl­ara.

Upp­hæðin nem­ur 4,5 millj­örðum í ís­lensk­um krón­um. Aðgerðin nefnd­ist Ni­mmersatt („mat­argat“ á þýsku) og teygði sig til 11 aðila­ríkja ESB auk Bret­lands, Rúss­lands, Írlands, Banda­ríkj­anna, Kan­ada og Ung­verja­lands.

Sak­sókn­ara­embætti Evr­ópu (EPPO) og sak­sókn­ara­embætti í Berlín og Viln­íus leiddu rann­sókn­ina með hjálp Europol en hún beind­ist að hóp­um sem smygluðu ónýt­um bíl­um frá Banda­ríkj­un­um, létu þá líta út fyr­ir að vera óskaddaða, og seldu síðan aft­ur.

Með þessu sviku þeir und­an toll­gjöld­um og fram­kvæmdu stór­felld virðis­auka­skattsvik, seg­ir í yf­ir­lýs­ingu Europol vegna máls­ins.

Neyt­end­um stefnt í hættu

Europol seg­ir að með þessu hafi smygl­ar­arn­ir stefnt neyt­end­um í hættu, þar sem þeir hafi ómeðvitaðir keypt hættu­leg far­ar­tæki á háu verði.

Bíl­arn­ir komu til Evr­ópu ým­ist við hafn­ir í borg­un­um Antwerpen (Belg­íu), Brimar­höfn (Þýskalandi), Klaipėda (Lit­há­en) og Rotter­dam (Hollandi). Síðan munu smygl­ar­arn­ir hafa fram­vísað fölsuðum vöru­reikn­ing­um til að lækka inn­flutn­ing­stoll­ana veru­lega.

Gert var við þá í Lit­há­en en síðan seld­ir sem nýir – þó aðeins lít­il­lega gerðir upp – til viðskipta­vina í Evr­ópu­sam­bands­ríkj­um.

Europol og EPPO frystu pant­an­ir upp á 26,5 millj­ón­ir evra, auk þess voru banka­reikn­ing­ar fryst­ir og lagt var hald á 116 bíla að virði 2,3 m. evra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert