Heimshagkerfið mun að öllum líkindum standa af sér tollastríð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Alheimskreppa er því ólíkleg að mati Kristalinu Georgievu, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS).
Tollarnir sem Trump hefur boðað hafa valdið miklum óstöðugleika á mörkuðum en Georgieva hefur tjáð blaðamönnum vestanhafs að AGS geri nú ráð fyrir að stöðnun verði í heimshagkerfinu en kreppa sé þó ekki í myndinni.
Georgieva segir að nú sé mikilvægari en nokkru sinni fyrr að þjóðir heimsins taki á þeim vandamálum sem þau glíma við. Bandaríkjamenn þurfi til að mynda að koma í veg fyrir frekari skuldasöfnun ríkisins og Evrópusambandið þurfi að auka samkeppnishæfni sína með því að efla innri markaðinn.
Eina leiðin til þess að koma í veg fyrir stöðnun heimshagkerfisins er að setja stefnuna á það að lækka tolla og ryðja öðrum hindrunum á viðskiptum milli ríkja í burtu að mati Georgievu.