Alheimskreppa ólíkleg þrátt fyrir tollastríð

Kristalina Georgieva, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, telur alheimskreppu ekki vera inni í …
Kristalina Georgieva, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, telur alheimskreppu ekki vera inni í myndinni. AFP

Heims­hag­kerfið mun að öll­um lík­ind­um standa af sér tolla­stríð Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta. Al­heimskreppa er því ólík­leg að mati Krist­al­inu Georgievu, fram­kvæmda­stjóra Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins (AGS).

Toll­arn­ir sem Trump hef­ur boðað hafa valdið mikl­um óstöðug­leika á mörkuðum en Georgieva hef­ur tjáð blaðamönn­um vest­an­hafs að AGS geri nú ráð fyr­ir að stöðnun verði í heims­hag­kerf­inu en kreppa sé þó ekki í mynd­inni.

Georgieva seg­ir að nú sé mik­il­væg­ari en nokkru sinni fyrr að þjóðir heims­ins taki á þeim vanda­mál­um sem þau glíma við. Banda­ríkja­menn þurfi til að mynda að koma í veg fyr­ir frek­ari skulda­söfn­un rík­is­ins og Evr­ópu­sam­bandið þurfi að auka sam­keppn­is­hæfni sína með því að efla innri markaðinn. 

Eina leiðin til þess að koma í veg fyr­ir stöðnun heims­hag­kerf­is­ins er að setja stefn­una á það að lækka tolla og ryðja öðrum hindr­un­um á viðskipt­um milli ríkja í burtu að mati Georgievu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert