„Engill dauðans“ kominn til Noregs

„Maðurinn með bleiku töskuna“ skrifuðu einhverjir norskir miðlar um það …
„Maðurinn með bleiku töskuna“ skrifuðu einhverjir norskir miðlar um það þegar Steinar Wangen birtist grunlaus á hótelherbergi í Strömstad í nóvember þar sem ekki beið hans kona sem vildi þiggja aðstoð hans við að deyja heldur sænskir lögregluþjónar með allt annað í huga. Skjáskot/Umfjöllun TV2

Stein­ar Wangen, sem norsk­ir fjöl­miðlar hafa skreytt viður­nefn­inu „eng­ill dauðans“ vegna þeirr­ar starf­semi hans að bjóða aðstoð sína við sjálfs­víg þeirra sem eft­ir því leita, hef­ur nú verið fram­seld­ur til Nor­egs frá Svíþjóð, eins og mbl.is greindi í byrj­un mars frá að til stæði í kjöl­far hand­töku Wangens á Nor­d­by-hót­el­inu í Strömstad í Svíþjóð í nóv­em­ber.

Hef­ur hann nú verið úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald að kröfu norskra lög­reglu­yf­ir­valda, en Wangen berst fyr­ir því að aðstoð við sjálfs­víg verði gerð lög­leg í Nor­egi, „legaliser­ing av aktiv døds­hjelp“ kall­ast á norsku sú aðstoð við ná­ung­ann sem Wangen er til­bú­inn að leggja frelsi sitt í söl­urn­ar fyr­ir.

Skýr­ing­in á því að hann sit­ur ekki þegar í fang­elsi eft­ir átta ára dóm Héraðsdóms Østfold í Nor­egi í júlí í fyrra fyr­ir starf­sem­ina er að þeir Gaute Nil­sen verj­andi hans áfrýjuðu til lög­manns­rétt­ar og krafðist ákæru­valdið ekki gæslu­v­arðhalds fram að dómi áfrýj­un­ar­dóm­stóls­ins.

Við yf­ir­heyrsl­ur hef­ur Wangen haldið því fram að hann hafi notað kodda til að kæfa „skjól­stæðinga“ sína, tvær kon­ur, aðra norska, hina sænska, en fyr­ir að ráða þá fyrri af dög­um hlaut hann dóm­inn í fyrra og er nú form­lega grunaður um að hafa verið vald­ur að dauða þeirr­ar síðari. Var Wangen hand­tek­inn í Strömstad í kjöl­far þess er frétta­menn norsku sjón­varps­stöðvar­inn­ar TV2 egndu hon­um gildru með því að lát­ast vera kona er sækt­ist eft­ir þjón­ustu hans.

Skýrsla rétt­ar­meina­fræðing­anna

Meðal gagna máls­ins eru sam­skipti Wangens og sænskr­ar konu á lýðnet­inu þar sem Wangen tjá­ir viðmæl­anda sín­um hvernig megi koma mann­eskju fyr­ir katt­ar­nef þannig að á krufn­ing­ar­skýrslu líti and­látið út sem sjálfs­víg. Mæl­ir hann þar með þeirri aðferð að gefa þeim, sem mæta skuli skap­ara sín­um, fíkni­efni og kæfa svo með kodda. Dánar­or­sök­in verði þá skráð of stór skammt­ur fíkni­efna.

Hafa norsku rétt­ar­meina­fræðing­arn­ir Peer Kåre Lilleng og Ida Kat­hrine Gra­ven­steen staðfest í skýrslu sinni um aðferðina að ekki verði áreiðan­leg­um krufn­ing­ar­gögn­um að dreifa í kjöl­far slíkr­ar at­b­urðarás­ar, örðugt gæti orðið að greina dánar­or­sök­ina sem kæf­ingu með kodda.

„Gef­irðu stór­an skammt fíkni­efna og legg­ir svo kodda yfir and­litið grein­ast ekki sér­stök verks­um­merki við krufn­ing­una,“ seg­ir Lilleng sem starfar við Gades-stofn­un­ina í Berlín.

Í sam­tali um SMS-skeyti við frétta­mann TV2 í kjöl­far dóms­ins í fyrra­sum­ar, en fréttamaður­inn kom þar fram sem kona er óskaði enda­loka hér­vist­ar sinn­ar, lýsti Wangen því að hann hefði notað kodd­ann til að kæfa norsku kon­una:

„Lög­regl­an komst ekki að þessu með kodd­ann. Þess vegna var ég ákærður fyr­ir sam­verknað við sjálfs­víg. Hefði hún áttað sig á kodd­an­um hefði verið um mann­dráps­mál að ræða,“ skrifaði Wangen í grand­leysi sínu til frétta­manns­ins sem í kjöl­farið lokkaði sjálfs­vígsaðstoðar­mann­inn á hót­elið í Strömstad þar sem sænsk­ir lög­reglu­menn biðu hans í stað ör­vænt­ing­ar­fullr­ar konu í leit að hinsta úrræðinu við þján­ing­um mann­lífs­ins.

Rétt­ur til lífs­loka að eig­in ákvörðun

„Mörk sam­verknaðar við sjálfs­víg og mann­dráps mark­ast venju­lega af því hver fram­kvæm­ir loka­verknaðinn,“ seg­ir Erl­ing Johann­es Husa­bø,pró­fess­or í réttar­fari við Há­skól­ann í Ber­gen, þegar norska rík­is­út­varpið NRK leit­ar eft­ir skýr­ing­um hans um þetta atriði sér­stak­lega, en Husa­bø ritaði á sín­um tíma doktors­rit­gerðina Rett til sjøl­vvalt livsavslutn­ing? eða Rétt­ur til lífs­loka að eig­in ákvörðun? er vakti verðskuldaða at­hygli í fræðasam­fé­lagi norskra lög­fræðinga á sviði réttar­fars, það er þeirr­ar grein­ar lög­fræði er fjall­ar um rekst­ur mála fyr­ir dómi.

Seg­ir pró­fess­or­inn inni­hald skýr­ing­ar sinn­ar í grunn­inn að hafi hin látna enn verið á lífi þegar aðstoðarmaður­inn greip til kodd­ans sé um mann­dráp að ræða. „Þar er þó skil­yrði að hon­um [Wangen] hafi verið ljóst að hún var á lífi og hann þar með haft þann ásetn­ing að kæfa hana,“ seg­ir hann enn frem­ur.

Ásetn­ings­verk fel­ur í sér að þeim er það vinn­ur gangi til ætl­un­ar að ráða fórn­ar­lamb sitt af dög­um, hon­um hafi verið ljóst að bani yrði senni­leg af­leiðing gjörða hans eða talið það hugs­an­legt að fórn­ar­lambið lifði af, en aðhafst engu að síður.

Sönn­un ásetn­ings varla vandi

„Að sanna ásetn­ing verður ef til vill ekki vand­inn í til­viki á borð við þetta, þar sem það þjón­ar litl­um til­gangi að kæfa lík með kodda,“ seg­ir laga­pró­fess­or­inn að lok­um auk þess sem Peter Johan­sen héraðssak­sókn­ari, sem sótti málið gegn Wangen fyr­ir héraðsdómi í fyrra, bend­ir NRK á að refsirammi brot­anna tveggja, sam­verknaðar við sjálfs­víg og mann­dráps, sé hinn sami í norsk­um rétti, átta til 21 ár.

Úrsk­urður um ákvörðun ásetn­ings – og fleiri viðfangs­efni – bíður því héraðsdóms í næsta dóms­máli gegn Stein Wangen fyr­ir að leggja fram aðstoð sína við að koma þeim, er þess hafa farið á leit við hann, yfir móðuna miklu.

NRK

VG

Netta­visen

TV2

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert