Kalda stríðið ríkir á vígvöllum Úkraínu

Þýsk áhöfn Leopard-bryndreka fær sér hádegisverð. Vopnakerfið er afar tæknilegt …
Þýsk áhöfn Leopard-bryndreka fær sér hádegisverð. Vopnakerfið er afar tæknilegt en hefur reynst Úkraínu erfitt í daglegum átökum. AFP/Ronny Hartmann

Vest­ræn vopna­kerfi hafa reynst mis­vel í átök­un­um í Úkraínu. Á sama tíma og orr­ustu­skriðdrek­inn Leop­ard 2, sem gjarn­an er tal­inn stolt þýska hers­ins á okk­ar tím­um, hef­ur fengið svo gott sem fall­ein­kunn á víg­vell­in­um, hafa eldri vopna­kerfi sem fyrst voru hönnuð á tím­um kalda stríðsins reynst mun ár­ang­urs­rík­ari.

Eru þetta t.a.m. banda­ríska orr­ustuþotan F-16, sem hef­ur sannað gildi sitt gegn árás­ar­drón­um, stýrif­laug­um og orr­ustuþotum Rússa, og þýski loft­varn­ar­drek­inn Gep­ard. Bæði þessi vopna­kerfi urðu fyrst til á átt­unda ára­tug síðustu ald­ar, en hafa síðan þá fengið reglu­leg­ar upp­færsl­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert