Kláfur féll til jarðar á Ítalíu

Lögreglumenn á Ítalíu.
Lögreglumenn á Ítalíu. AFP/Alessandro Fucarini

Fjór­ir eru látn­ir og einn illa slasaður eft­ir að kláf­ur féll til jarðar í hlíðum Fatio-fjalls á Ítal­íu í dag.

Ferðamenn voru í kláfn­um og einn starfsmaður EAV, sem rek­ur al­menn­ings­sam­göng­ur víða um Ítal­íu. Lést starfsmaður EAV í slys­inu að sögn New York Times.

Lína slitnaði og olli því að kláf­ur­inn féll til jarðar. Kláf­ur­inn færði ferðamenn frá Ca­stellamm­are di Stabia til Faito-fjalls, um þriggja kíló­metra leið. 

Níu manns voru fast­ir í öðrum kláfi í kjöl­far slyss­ins, en kláf­ur­inn stöðvaðist neðar í daln­um, nær Ca­stellamm­are di Stabia. Slökkvilið kom þeim til bjarg­ar.

Rann­sókn er haf­in á slys­inu en yfir 50 slökkviliðsmenn komu að björg­un­inni. Slæm veður­skil­yrði höfðu áhrif, en þoka og hvassviðri er á svæðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert