Kona sló til varðar við flótta af sjúkrahúsi

Maðurinn, sem var á leið í afplánun, flúði af Karolinska-sjúkrahúsinu …
Maðurinn, sem var á leið í afplánun, flúði af Karolinska-sjúkrahúsinu í Huddinge í Svíþjóð í dag. Ljósmynd/Carin Tellström

Dæmd­ur maður kom sér í dag und­an ör­ygg­is­gæslu þar sem hann lá á Karol­inska-sjúkra­hús­inu í Hudd­inge í Svíþjóð og naut þar aðstoðar ætt­ingja síns, konu sem sló til ör­ygg­is­varðar. Þetta staðfest­ir lög­regla bæj­ar­ins við sænska rík­is­út­varpið SVT.

Var maður­inn á leið í afplán­un eft­ir að hafa hlotið refsi­dóm, meðal ann­ars fyr­ir um­ferðarlaga­brot, en hafði þó ekki form­lega verið frels­is­svipt­ur er at­b­urður­inn átti sér stað. Þetta seg­ir Anna West­berg upp­lýs­inga­full­trúi lög­regl­unn­ar.

Þrátt fyr­ir leit lög­reglu hef­ur fang­inn verðandi ekki fund­ist, en hann hafði svig­rúm til að ná sér í leigu­bif­reið er út af sjúkra­hús­inu var komið og yf­ir­gaf vett­vang með henni.

Kveður West­berg upp­lýs­inga­full­trúi enga al­manna­hættu ríkj­andi vegna flótt­ans.

Ekki meidd­ur að ráði

Hef­ur lög­regla nú lokið yf­ir­heyrsl­um yfir þrem­ur ör­ygg­is­varða sjúkra­húss­ins, sem leigðir eru til starfa frá ör­ygg­is­fyr­ir­tæk­inu Secur­us, auk þess sem hún fer yfir upp­tök­ur ör­ygg­is­mynda­véla til að glöggva sig á rás at­b­urða.

„Starfs­menn okk­ar komu að mál­inu. Okk­ar for­gangs­verk­efni er að veita þeim umönn­un og aðstoða á vett­vangi,“ seg­ir Salomon Bekele, er orð hef­ur fyr­ir Secur­us, við SVT og læt­ur þess auk þess getið að vörður­inn sem kon­an sló til hafi ekki hlotið al­var­leg kaun af.

SVT

Aft­on­bla­det

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert