Tveir látnir í skotárás í Flórída

Byssumaðurinn er tvítugur að aldri, sonur lögreglumanns í Leon-sýslu.
Byssumaðurinn er tvítugur að aldri, sonur lögreglumanns í Leon-sýslu. AFP

Tveir eru látn­ir og fimm særðir eft­ir skotárás í Rík­is­háskóla Flórída (FSU) í Talla­hassee í Banda­ríkj­un­um. Bys­sumaður­inn er á meðal þeirra særðu. 

Greint var frá skotárás­inni fyrr í dag, en þá hafði lög­regl­an í Talla­hassee girt há­skóla­svæðið af og leitaði bys­su­manns­ins. CNN grein­ir frá.

Bys­sumaður­inn er tví­tug­ur að aldri og heit­ir Phoen­ix In­ker. Er hann son­ur lög­reglu­manns í Leon-sýslu að sögn Walters A. Mc­Neils, lög­reglu­stjór­ans í Leon-sýslu.

In­ker hóf að skjóta úr byssu sinni á aðalsvæði há­skól­ans kl. 11.50 að staðar­tíma. Skaut hann á hóp nem­enda á svæðinu. Lög­regl­an á há­skóla­svæðinu brást strax við, stöðvaði árás­ina og tók hann hönd­um. 

Var In­ker flutt­ur á sjúkra­hús í kjöl­farið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert