Tveir eru látnir og fimm særðir eftir skotárás í Ríkisháskóla Flórída (FSU) í Tallahassee í Bandaríkjunum. Byssumaðurinn er á meðal þeirra særðu.
Greint var frá skotárásinni fyrr í dag, en þá hafði lögreglan í Tallahassee girt háskólasvæðið af og leitaði byssumannsins. CNN greinir frá.
Byssumaðurinn er tvítugur að aldri og heitir Phoenix Inker. Er hann sonur lögreglumanns í Leon-sýslu að sögn Walters A. McNeils, lögreglustjórans í Leon-sýslu.
Inker hóf að skjóta úr byssu sinni á aðalsvæði háskólans kl. 11.50 að staðartíma. Skaut hann á hóp nemenda á svæðinu. Lögreglan á háskólasvæðinu brást strax við, stöðvaði árásina og tók hann höndum.
Var Inker fluttur á sjúkrahús í kjölfarið.