Veitti banaskotin með skammbyssu móður sinnar

Phoenix Inker notaði skammbyssu sem móðir hans átti til verksins.
Phoenix Inker notaði skammbyssu sem móðir hans átti til verksins. Ljósmynd/Colourbox

Phoen­ix In­ker skaut tvo til bana í Rík­is­háskóla Flórída í Talla­hassee í Banda­ríkj­un­um í dag. Notaði hann skamm­byssu móður sinn­ar til verks­ins, en móðir hans er lög­reglumaður í Leon-sýslu. 

Móðir hans notaði skamm­byss­una áður í störf­um sín­um, en þegar hún fékk nýja skamm­byssu frá vinn­unni keypti hún byss­una af lög­regl­unni. Því var skot­vopnið sem hinn tví­tugi In­ker notaði, ekki í eigu lög­regl­unn­ar. CNN grein­ir frá.

Fimm særðust í árás­inni í há­skól­an­um í dag. In­ker særðist í átök­um við lög­reglu, en að sögn lög­regl­unn­ar fylgdi hann ekki fyr­ir­mæl­um henn­ar.

In­ker hóf að skjóta skömmu fyr­ir klukk­an tólf á há­degi að staðar­tíma. Lög­regl­an á há­skóla­svæðinu brást strax við og yf­ir­bugaði hann. Hafði hon­um þá tek­ist að skjóta á hóp nem­enda, með þeim af­leiðing­um að tveir lét­ust og fimm særðust. 

Að sögn lög­reglu kaus In­ker að tjá sig ekki við lög­reglu, en hann var hand­tek­inn og flutt­ur á sjúkra­hús.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert