Phoenix Inker skaut tvo til bana í Ríkisháskóla Flórída í Tallahassee í Bandaríkjunum í dag. Notaði hann skammbyssu móður sinnar til verksins, en móðir hans er lögreglumaður í Leon-sýslu.
Móðir hans notaði skammbyssuna áður í störfum sínum, en þegar hún fékk nýja skammbyssu frá vinnunni keypti hún byssuna af lögreglunni. Því var skotvopnið sem hinn tvítugi Inker notaði, ekki í eigu lögreglunnar. CNN greinir frá.
Fimm særðust í árásinni í háskólanum í dag. Inker særðist í átökum við lögreglu, en að sögn lögreglunnar fylgdi hann ekki fyrirmælum hennar.
Inker hóf að skjóta skömmu fyrir klukkan tólf á hádegi að staðartíma. Lögreglan á háskólasvæðinu brást strax við og yfirbugaði hann. Hafði honum þá tekist að skjóta á hóp nemenda, með þeim afleiðingum að tveir létust og fimm særðust.
Að sögn lögreglu kaus Inker að tjá sig ekki við lögreglu, en hann var handtekinn og fluttur á sjúkrahús.