Draga helming herliðsins til baka frá Sýrlandi

Kúrdískir hermenn við tjaldbúðir sem hýsa ættingja vígamanna Ríki íslams. …
Kúrdískir hermenn við tjaldbúðir sem hýsa ættingja vígamanna Ríki íslams. Um 56,000 manns frá nokkrum ríkjum dvelja í slíkum búðum í Sýrlandi. AFP

Banda­rísk­um her­mönn­um í Sýr­landi mun fækka um helm­ing, eða um þúsund, á næstu mánuðum. 

Banda­ríska varn­ar­málaráðuneytið greindi frá þessu í dag. 

Banda­ríski her­inn hef­ur haft viðveru í rík­inu í mörg ár til þess að berj­ast gegn Ríki íslams eft­ir borg­ara­stríðið í Sýr­landi fyr­ir rúm­um ára­tug.

Hryðju­verka­sam­tök­in náðu tök­um á stór­um landsvæðum í Sýr­landi og ná­granna­rík­inu Írak í kjöl­far borg­ara­stríðsins. Ógn staf­ar enn af sam­tök­un­um. 

Gera áfram árás­ir

„Í dag ákvað varn­ar­málaráðherra að þétta raðir banda­ríska hers­ins í Sýr­landi á nokk­ur svæði,“ sagði Sean Par­nell, talsmaður ráðuneyt­is­ins, í til­kynn­ingu. Hann tók ekki fram hvar her­stöðvarn­ar yrðu.

Í til­kynn­ing­unni sagði að her­menn­irn­ir yrðu færri en þúsund á kom­andi mánuðum. 

Þá sagði að aðgerðirn­ar væru í sam­ræmi við stefnu Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta um frið í gegn­um styrk og að her­inn myndi áfram gera árás­ir á það sem eft­ir er af Íslamska rík­inu. 

Bandarískar hersveitir hafa gert reglubundnar árásir til þess að koma …
Banda­rísk­ar her­sveit­ir hafa gert reglu­bundn­ar árás­ir til þess að koma í veg fyr­ir að sam­tök­in styrk­ist á ný. AFP

Þúsund­ir banda­rískra her­manna voru send­ir til Sýr­lands eft­ir upp­gang hryðju­verka­sam­tak­anna. 

Árið 2017 lýsti íraski for­sæt­is­ráðherr­ann yfir sigri á sam­tök­un­um. Hernaðar­arm­ur Kúrda lýsti síðan yfir ósigri sam­tak­anna árið 2019 eft­ir að hafa náð yf­ir­ráðum yfir síðasta vígi þeirra í Sýr­landi. 

Víga­menn Íslamska rík­is­ins eru þó enn að störf­um í sveit­um beggja landa. Banda­rísk­ar her­sveit­ir hafa gert reglu­bundn­ar árás­ir til þess að koma í veg fyr­ir að sam­tök­in styrk­ist á ný. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert