Einn látinn eftir óeirðir á KFC-matsölustað

Mótmælendur krefjast sniðgöngu KFC þar sem þeir telja skyndibitakeðjuna vera …
Mótmælendur krefjast sniðgöngu KFC þar sem þeir telja skyndibitakeðjuna vera táknmynd Bandaríkjanna og bandalagsþjóðar þeirra, Ísrael. AFP

Lög­regl­an í Pak­ist­an hef­ur hand­tekið um 40 manns í kjöl­far óeirða fyr­ir utan mat­sölustaði KFC í land­inu. Einn hef­ur látið lífið í óeirðunum. 

BBC grein­ir frá því að mót­mæl­end­urn­ir séu hliðholl­ir Palestínu­mönn­um. Þeir krefjast sniðgöngu KFC þar sem þeir telja skyndi­bita­keðjuna vera tákn­mynd Banda­ríkj­anna og banda­lagsþjóðar þeirra, Ísra­el. 

Mynd­skeið á sam­fé­lags­miðlum sýna mót­mæl­end­ur vopnaða járn­stöng­um fara inn á mat­sölustaðina og hóta að kveikja í. Svo varð raun­in á tveim­ur stöðum í borg­inni Karachi. 

Sá sem lést var 45 ára gam­all starfsmaður KFC. Hann var skot­inn í óeirðum í borg­inni Sheik­upura fyr­ir nokkr­um dög­um. 

Að sögn lög­reglu var maður­inn að störf­um í eld­húsi KFC er hann var skot­inn í öxl­ina.

Árás­armaður­inn hef­ur ekki verið hand­tek­inn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert