Þekkti ekki fórnarlömbin

Tveir létust í árásinni.
Tveir létust í árásinni. AFP

Árás­armaður­inn sem myrti tvo og særði sex til viðbót­ar í Rík­is­háskóla Flórída þekkti ekki fórn­ar­lömb­in. 

BBC grein­ir frá því að ástæða árás­ar­inn­ar sé enn óljós. 

Hinn tví­tugi Phoen­ix Ikner hóf skotárás nærri bygg­ingu nem­enda­fé­lags há­skól­ans á há­degi í gær. 

Byss­an var í eigu fyrr­ver­andi lög­reglu­konu og stjúp­móður hans, Jessicu Ikner. 

„Á þess­um tíma­punkti virðast ekki vera nein tengsl milli árás­ar­manns­ins og fórn­ar­lambanna,“ sagði í til­kynn­ingu lög­regl­unn­ar. 

Ann­ar hinna látnu var hinn 45 ára gamli Tiru Chabba. Hann var tveggja barna faðir og starfsmaður mat­væla­fyr­ir­tæk­is­ins Ara­mark. Chabba var að störf­um á há­skóla­svæðinu er árás­in var gerð. 

Hitt fórn­ar­lambið var Robert Morales. Hann starfaði í mötu­neyti há­skól­ans. 

Ástand hinna særðu er stöðugt. Einn særðist al­var­lega. 

Nemi í stjórn­mála­fræði

Ikner var skot­inn af lög­reglu og dvel­ur nú á sjúkra­húsi. Að sögn lög­reglu bíður hans langt bata­ferli. 

CNN grein­ir frá því að stjúp­móðir hans hafi starfað fyr­ir lög­regl­una í 18 ár og verið fyr­ir­mynd­ar­starfsmaður. 

Vopnið sem Ikner var með var byssa sem Jessica hafði keypt af lög­regl­unni og var því í einka­eigu. Þá fannst AR-15 riff­ill og hagla­byssa í bíln­um sem Ikner keyrði á há­skóla­svæðið. Bíll­inn var í eigu föður hans. 

Ikner var nemi í stjórn­mála­fræði í há­skól­an­um. 

Með norsk­an rík­is­borg­ara­rétt

Ikner var nefnd­ur Christian Gunn­ar Erik­sen af for­eldr­um sín­um, en móðir hans er með norsk­an og banda­rísk­an rík­is­borg­ara­rétt. Þau skildu er hann var þriggja ára og deildu for­eldr­ar hans um for­ræði yfir syn­in­um í mörg ár.

Árið 2015 fór móðir hans með hann til Nor­egs gegn vit­und föður hans. 

Hún var dæmd í 200 daga fang­elsi í kjöl­farið og mátti ekki vera í sam­skipt­um við son sinn á þeim tíma. 

Ikner breytti í kjöl­farið nafni sínu í Pheon­ix Ikner, en hann er líkt og móðir hans bæði með banda­rísk­an og norsk­an rík­is­borg­ara­rétt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert