Trump jákvæðari en Rubio

Donald Trump Bandaríkjaforseti ræddi við fjölmiðla í dag.
Donald Trump Bandaríkjaforseti ræddi við fjölmiðla í dag. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti virt­ist draga úr yf­ir­lýs­ing­um Marco Ru­bio ut­an­rík­is­ráðherra frá því fyrr í dag þegar hann ræddi við blaðamenn í Hvíta hús­inu.

Ru­bio sagði að Banda­rík­in myndu gef­ast upp á að semja um frið á milli Úkraínu og Rúss­lands nema skýr merki sæj­ust um að vopna­hlé gæti náðst. 

Trump sagði við fjöl­miðla að Ru­bio hefði rétt fyr­ir sér, en var já­kvæðari um að samn­ing­ar um vopna­hlé næðust. 

Spurður út í hversu mik­inn tíma Banda­ríkja­menn gæfu viðræðunum sagði Trump: „Eng­inn ákveðinn daga­fjöldi, en fljót­lega, við vilj­um klára þetta.“

Þá sagði Trump að ef Úkraínu­menn eða Rúss­ar standi enn frek­ar í vegi fyr­ir að sam­komu­lag ná­ist þá munu Banda­ríkja­menn segja: „Þið eruð heimsk, þið eruð heimsk. Þið eruð hræðilegt fólk, og við verðum bara að draga okk­ur til hlés. En von­andi þurf­um við ekki að gera það.“

Fái svar bráðum

Trump neitaði að svara hvort Banda­rík­in myndu al­gjör­lega segja sig frá viðræðunum eða hvort Banda­rík­in myndu styðja Úkraínu­menn ef viðræður slitna. 

Spurður hvað þyrfti að ger­ast til þess að Banda­rík­in haldi áfram þátt­töku í viðræðum sagðist Trump vilja sjá „vilja til þess að ljúka þessu“ frá báðum ríkj­um. For­set­inn sagðist gera ráð fyr­ir að fá svar við þeirri spurn­ingu bráðum. 

Í gær und­ir­rituðu Banda­rík­in og Úkraínu­menn vilja­yf­ir­lýs­ingu um að rík­in vildu stofna fjár­fest­inga­sjóð um end­ur­bygg­ingu Úkraínu, sem er hluti af efna­hags­sam­komu­lagi land­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert