Hæstiréttur skipar Trump að stöðva brottvísanirnar

Trump vísaði til laga­setn­ing­ar frá 1798 til að vísa meintum …
Trump vísaði til laga­setn­ing­ar frá 1798 til að vísa meintum liðsmönn­um venesú­elska glæpa­geng­is­ins Tren de Aragua (TdA) úr landi. AFP

Hæstirétt­ur Banda­ríkj­anna hef­ur skipað Trump-stjórn­inni að stöðva tíma­bundið brott­vís­an­ir á meint­um venesú­elsk­um glæpa­mönn­um.

Rétt­inda­sam­tök stefndu rík­is­stjórn Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta eft­ir að hún vísaði til laga­setn­ing­ar frá 1798 með það fyr­ir stafni að vísa meint­um liðsmönn­um venesú­elska glæpa­geng­is­ins Tren de Aragua (TdA) úr landi.

Í morg­un skipaði hæstirétt­ur lands­ins rík­is­stjórn­inni að vísa ekki fleir­um úr landi þar til dóm­ur­inn hef­ur gefið frek­ari fyr­ir­mæli.

Laga­grein­in sem Trump studd­ist við kveður á um að þegar Banda­rík­in eru í stríði eða að verj­ast inn­rás megi yf­ir­völd hand­sama ​og senda úr landi án málsmeðferðar alla borg­ara „óvinaþjóðar­inn­ar“ sem hafa náð 14 ára aldri. Sagði Trump Venesúela­menn­ina ógna Banda­ríkja­mönn­um.

Trump hef­ur sent 261 venesú­elsk­an mann í fang­elsi í El Sal­vador á síðasta rúma mánuði, þar af 137 með vís­an til laga­grein­ar­inn­ar.

Upp­lýst­ur um brott­vís­un á tungu­máli sem hann kunni ekki

Útspilið hef­ur valdið mikl­um usla í Banda­ríkj­un­um, sem og margt annað sem Trump hef­ur gert síðan annað kjör­tíma­bil hans hófst á ný.

Brott­vís­an­irn­ar höfðu verið hindraðar á lægra dóm­stigi um miðjan mars en Hæstirétt­ur skar svo úr í byrj­un apríl að hann mætti nýta sér laga­grein­ina til að vísa brott meint­um glæpa­mönn­um með vís­an til laga­grein­ar­inn­ar en áréttaði að þeir ættu rétt á að kæra brott­vís­un­ina.

Lög­sókn­in sem leiddi til ákvörðunar dóm­stóls­ins í dag varðar Venesúela­menn sem sagðir eru hafa verið tekn­ir í hald í Texasríki og upp­lýst­ir um brott­vís­un sína á ensku, þó einn þeirra hafi aðeins talað spænsku.

American Civil Li­berties Uni­on, sem eru stefn­end­ur í mál­inu, segja enn frem­ur að mönn­un­um hafi ekki verið sagt að þeir hefðu rétt á að kæra brott­vís­un­ina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert