Fjórtán ára stúlka er látin eftir að ljón réðst á hana í útjaðri Naíróbí í Keníu. Náttúruverndarstofnun Keníu greindi frá andlátinu í tilkynningu.
Ljónið réðst á stúlkuna á lóð við íbúðahús á búgarði í grennd við Naírobí-þjóðgarðinn og hafði hana á brott. BBC greinir frá.
Annar unglingur lét vita af árásinni og hófu þá landverðir í þjóðgarðinum leit að henni í grennd við Mbagathi-ánna. Þar fundu þeir líkamsleifar stúlkunnar.
Ljónið sem um ræðir hefur ekki fundist en gildurnar hafa verið settar upp í garðinum til að reyna að finna það.
Þá hefur verið hert á öryggisreglum í garðinum til að reyna að koma í veg fyrir að árás sem þessi endurtaki sig.
Naíróbí-þjóðgarðurinn er um 10 kílómetra frá miðborg Naíróbí. Í honum eru villt dýr, ljón, gíraffar, hlébarðar, blettatígrar og buffalóar. Hann er girtur af á þremur hliðum svo dýr fari ekki inn í borgina, en er opinn til suðurs.
Þó að ljón lendi oft í átökum við menn í Kenía, sérstaklega vegna búfjár, er ekki algengt að fólk látist.