Ljón drap 14 ára stúlku

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Ljósmynd/Colourbox

Fjór­tán ára stúlka er lát­in eft­ir að ljón réðst á hana í útjaðri Naíróbí í Ken­íu. Nátt­úru­vernd­ar­stofn­un Ken­íu greindi frá and­lát­inu í til­kynn­ingu. 

Ljónið réðst á stúlk­una á lóð við íbúðahús á búg­arði í grennd við Naírobí-þjóðgarðinn og hafði hana á brott. BBC grein­ir frá. 

Ann­ar ung­ling­ur lét vita af árás­inni og hófu þá land­verðir í þjóðgarðinum leit að henni í grennd við Mbag­at­hi-ánna. Þar fundu þeir lík­ams­leif­ar stúlk­unn­ar.

Ljónið sem um ræðir hef­ur ekki fund­ist en gild­urn­ar hafa verið sett­ar upp í garðinum til að reyna að finna það.

Ekki al­gengt að ljón drepi menn

Þá hef­ur verið hert á ör­ygg­is­regl­um í garðinum til að reyna að koma í veg fyr­ir að árás sem þessi end­ur­taki sig.

Naíróbí-þjóðgarður­inn er um 10 kíló­metra frá miðborg Naíróbí. Í hon­um eru villt dýr, ljón, gír­aff­ar, hlé­b­arðar, bletta­tígr­ar og buffaló­ar. Hann er girt­ur af á þrem­ur hliðum svo dýr fari ekki inn í borg­ina, en er op­inn til suðurs.

Þó að ljón lendi oft í átök­um við menn í Ken­ía, sér­stak­lega vegna búfjár, er ekki al­gengt að fólk lát­ist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert