Skömmu fyrir klukkan 2 að nóttu í Svíþjóð til barst neyðarlínunni tilkynning um bíl sem stóð í ljósum logum í Stokkhólmi. Eftir að búið var að slökkva eldinn fannst maður látinn í bílnum og málið er nú rannsakað sem morð.
SVT greinir frá.
Ekki er ljóst hvort að maðurinn hafi látist vegna brunans eða af öðrum ástæðum fyrir eldsvoðann.
Lögreglan rannsakar málið sem morð en hvorki er búið að auðkenna hinn látna né handtaka neinn.
Bifreiðin var á bílastæði við Grasagarðinn í Frescati-hverfinu
„Við vitum ekki hvað gerðist, en við ætlum að komast að því. Við vinnum út frá nokkrum vísbendingum,“ sagði Mats Eriksson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni í Stokkhólmi.