Maður fannst látinn í brennandi bifreið

Slökkviliðið og lögreglan voru send á vettvang. Mynd úr safni.
Slökkviliðið og lögreglan voru send á vettvang. Mynd úr safni. AFP

Skömmu fyr­ir klukk­an 2 að nóttu í Svíþjóð til barst neyðarlín­unni til­kynn­ing um bíl sem stóð í ljós­um log­um í Stokk­hólmi. Eft­ir að búið var að slökkva eld­inn fannst maður lát­inn í bíln­um og málið er nú rann­sakað sem morð.

SVT grein­ir frá.

Ekki er ljóst hvort að maður­inn hafi lát­ist vegna brun­ans eða af öðrum ástæðum fyr­ir elds­voðann.

„Við vit­um ekki hvað gerðist

Lög­regl­an rann­sak­ar málið sem morð en hvorki er búið að auðkenna hinn látna né hand­taka neinn.

Bif­reiðin var á bíla­stæði við Grasag­arðinn í Frescati-hverf­inu

„Við vit­um ekki hvað gerðist, en við ætl­um að kom­ast að því. Við vinn­um út frá nokkr­um vís­bend­ing­um,“ sagði Mats Eriks­son lög­reglu­full­trúi hjá lög­regl­unni í Stokk­hólmi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert