Æstur múgur brenndi Breta lifandi

Atvikið gerðist á náttúruverndasvæði við Amazon-regnskóginn.
Atvikið gerðist á náttúruverndasvæði við Amazon-regnskóginn. Ljósmynd/Colourbox

Æstur múgur í Ekvador er sagður hafa brot­ist inn á lög­reglu­stöð, tekið þaðan bresk­an fanga og brennt hann lif­andi. Bret­inn var í haldi sakaður um að hafa myrt heima­mann nokkr­um klukku­stund­um áður.

Breska dag­blaðið Tel­egraph grein­ir frá.

Tel­egraph hef­ur eft­ir ekvadorska fjöl­miðlin­um Ecua­visa að morðið hafi átt sér stað í gær á Cuya­beno-nátt­úru­vernd­ar­svæðinu við Amazon-regn­skóg­inn.

Lög­reglu­menn þorðu ekki að sker­ast í leik­inn

Bret­inn er ekki nafn­greind­ur en fóru al­menn­ir borg­ar­ar með hann á lög­reglu­stöðina fyrr um morg­un­inn og sökuðu hann um að hafa skotið heima­mann til bana. 

Þegar flytja átti mann­inn annað þá braust múgur­inn inn á lög­reglu­stöðina en lög­reglu­menn­irn­ir þorðu ekki að stöðva múg­inn þar sem þeir óttuðust sjálf­ir að verða fyr­ir árás, að því er kem­ur fram í ekvadorska dag­blaðinu Extra.

Ekki ljóst hvort ein­hver hafi verið hand­tek­inn

Blaðið bætti við að það hefði tekið tíma fyr­ir liðsauka lög­reglu að kom­ast á svæðið, þar sem það er af­skekkt og illa aðgengi­legt.

Maður­inn var brennd­ur lif­andi af múgn­um. Ekki ligg­ur fyr­ir hvort ein­hver hafi verið hand­tek­inn í kjöl­farið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert