Frans páfi er látinn

Frans páfi á Péturstorgi 16. nóvember 2016.
Frans páfi á Péturstorgi 16. nóvember 2016. AFP/Alberto Pizzoli

Frans páfi lést í morg­un, 88 ára að aldri. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Vatíkan­inu.

„Kæru bræður og syst­ur. Með mik­illi sorg verð ég að til­kynna and­lát heil­ags föður okk­ar Frans,“ sagði kardí­nál­inn Kevin Far­rell í yf­ir­lýs­ing­unni sem Vatíkanið birti á Tel­egram-rás sinni.

„Í morg­un klukk­an 7.35 [5.35 að ís­lensk­um tíma] sneri Frans bisk­up Róm­ar aft­ur í hús föður­ins,“ sagði Far­rell.

Frans páfi við Péturstorg í gær.
Frans páfi við Pét­urs­torg í gær. AFP

Flutti ekki sjálf­ur ávarpið

Frans páfi for­dæmdi vax­andi gyðinga­hat­ur í heim­in­um sem og hræðilegt mannúðarástand á Gasa í páska­ávarpi sínu í gær.

Ekki var ljóst hvort hann myndi láta sjá sig flytja hið ár­lega ávarp í ár í ljósi heilsu­fars hans en hann kom fram á Pét­urs­torgi fyr­ir fram­an tugþúsund­ir manna.

Aft­ur á móti las hann sjálf­ur ekki upp ávarpið en óskaði öll­um gleðilegra páska með veikri röddu

Frans dvaldi í 38 daga á sjúkra­húsi í vet­ur vegna lungna­bólgu en hann var út­skrifaður þaðan 23. mars. 

Frans páfi var gjarnan nefndur páfi fólksins.
Frans páfi var gjarn­an nefnd­ur páfi fólks­ins. AFP/​Vincenzo Pinto

Eini páfinn frá Suður-Am­er­íku

Frans páfi var fædd­ur Jor­ge Bergoglio og var kardí­náli frá Arg­entínu þegar hann var kos­inn páfi kaþólsku kirkj­unn­ar 13. mars 2013 og tók hann sér þá nafnið Frans.

Tók hann þá við embætt­inu af Bene­dikt XVI. páfa, sem lýsti því óvænt yfir 11. fe­brú­ar sama ár að hann ætlaði að láta af embætti. 

Frans er eini páfinn sem hef­ur komið frá S-Am­er­íku. Hann var erki­bisk­up í Bu­enos Aires í Arg­entínu frá 1998. Hann varð kardí­náli árið 2001.

Var hann af ít­ölsk­um ætt­um, en faðir hans flutti frá Ítal­íu til Arg­entínu snemma á síðustu öld.

Frans var einn af þeim sem komu sterk­lega til greina sem eft­ir­maður Jó­hann­es­ar Páls II. árið 2005. Þá var Joseph Ratz­in­ger fyr­ir val­inu.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert