Skotárás á fjölbýlishús

Lögreglan í Stokkhólmi rannsakar nú enn eina skotárásina, en að …
Lögreglan í Stokkhólmi rannsakar nú enn eina skotárásina, en að þessu sinni var fjölda skota hleypt af á aðalinngang fjölbýlishúss í Barkarby. mbl.is/Atli Steinn Guðmundsson

Fjölda byssu­skota var skotið á aðal­inn­gang fjöl­býl­is­húss í Bark­ar­by í norður­hluta sænsku höfuðborg­ar­inn­ar Stokk­hólms á fjórða tím­an­um í nótt að sænsk­um tíma og var tækni­deild­ar­fólk lög­reglu við rann­sókn­ir sín­ar á vett­vangi langt fram á morg­un.

Að sögn Fredriks And­ers­sons lög­reglu­v­arðstjóra er eng­inn bú­sett­ur í hús­inu sem lög­regla tel­ur að geti tal­ist aug­ljóst skot­mark glæpa­gengja og bæt­ir varðstjór­inn því við, í sam­tali við sænska rík­is­út­varpið SVT, að slík tengsl séu alltaf meðal þess sem lög­regla kann­ar í kjöl­far árása af þessu tagi.

Fjöldi brota í einni árás

Leitaði lög­regla skot­manns­ins eða -mann­anna dag­langt og kannaði stöðu veg­far­enda í ná­grenni við vett­vang­inn án þess að sér­stak­ar grun­semd­ir kviknuðu eða til­efni þætti til hand­töku.

Rann­sak­ar lög­regla málið nú sem gróft vopna­laga­brot, grófa rösk­un al­manna­reglu, hót­an­ir og skemmd­ar­verk.

SVT

Aft­on­bla­det

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert