Telur trans konur ekki vera konur

Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands.
Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands. AFP

For­sæt­is­ráðherra Bret­lands, Keir Star­mer, tel­ur ekki að trans kon­ur séu kon­ur.

Þetta upp­lýs­ir talsmaður for­sæt­is­ráðherr­ans en ný­lega úr­sk­urðaði Hæstirétt­ur Bret­lands að sam­kvæmt jafn­rétt­is­lög­um væri kona aðeins skil­greind út frá líf­fræðilegu kyni. 

Breska rík­is­út­varpið grein­ir frá. 

Skipti um skoðun

Árið 2022 lýsti Star­mer þeirri skoðun að trans kon­ur væru kon­ur, og bætti við að sú afstaða væri ekki aðeins hans per­sónu­lega held­ur einnig í sam­ræmi við lög.

Seg­ir talsmaður hans að Hæstirétt­ur hafi nú tekið skýrt fram hver skil­grein­ing­in á konu væri, og virðist því afstaða for­sæt­is­ráðherr­ans hafa breyst í kjöl­far niður­stöðu dóms­ins.

Talsmaður hans lagði áherslu á að Star­mer hefði ít­rekað sagt, áður en dóm­ur­inn féll, að kona væri „full­orðinn ein­stak­ling­ur af kven­kyni“.

Göm­ul um­mæli sýna ólík­ar skoðanir

Breska rík­is­út­varpið rifjar upp um­mæli Star­mers ann­ars veg­ar frá ár­inu 2023 þar sem hann sagði 99,9% kvenna ekki vera með typpi.

Hins veg­ar rifjar BBC upp um­mæli frá ár­inu 2024 þar sem ráðherr­ann sagði fyrr­ver­andi þing­konu Verka­manna­flokks­ins, Rosie Duffield, hafa rétt fyr­ir sér þegar hún sagði að „aðeins kon­ur hefðu leggöng“.

Star­mer hafði árið 2021 gagn­rýnt þá skoðun Duffield og sagt hana hafa rangt fyr­ir sér hvað þessi mál varðar.

Ættu að njóta sömu virðing­ar og aðrir

Kemi Badenoch, formaður Íhalds­flokks­ins, hef­ur gagn­rýnt viðbrögð Verka­manna­flokks­ins og sakað Star­mer um að þurfa dóm Hæsta­rétt­ar til að láta í ljós þessa nýju skoðun.

Bridget Phillip­son, mennta­málaráðherra Bret­lands, sem einnig er í Verka­manna­flokkn­um, fagnaði því sem hún kallaði „auk­inn skýr­leika“ og sagði að rík­is­stjórn­in myndi vinna að því að „vernda rými sem væru ein­göngu ætluð einu kyni, sem væri byggt á líf­fræðilegu kyni“.

Niðurstaða Hæsta­rétt­ar heim­il­ar það að úti­loka trans kon­ur úr rým­um ein­göngu ætluðum kon­um, skv. skil­grein­ingu dóm­stóls­ins, jafn­vel þótt þær hafi kyn­leiðrétt­ing­ar­vott­orð, svo framar­lega sem sú úti­lok­un telj­ist „hóf­leg“.

Eiga skilið sömu virðingu

Ítrekaði talsmaður for­sæt­is­ráðherr­ans þó að Star­mer hefði ætíð verið skýr á því að trans fólk ætti að njóta sömu virðing­ar og aðrir.

Um­mæli Stamers og Phillip­son eru vís til að falla í grýtt­an jarðveg inn­an Verka­manna­flokks­ins en í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar er m.a. talað um að auka rétt­indi trans fólks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert