Indversk stjórnvöld æf eftir árás

Almenningur í borginni Ahmedabad á Vestur-Indlandi mótmælir hryðjuverkaárásinni í Kasmír …
Almenningur í borginni Ahmedabad á Vestur-Indlandi mótmælir hryðjuverkaárásinni í Kasmír í dag, þeirri mannskæðustu þar síðan árið 2000. AFP/Sam Panthaky

Ind­versk stjórn­völd saka þau pakistönsku í ná­granna­rík­inu um hermd­ar­verk­a­starf­semi landa á milli í kjöl­far ban­vænn­ar skotárás­ar í Pahal­gam, sem er vin­sælt ferðamanna­svæði í suður­hluta Kasmír-héraðsins, sem lýt­ur ind­verskri stjórn á meðan norður­hluti Kasmír til­heyr­ir Paskist­an.

Ferðamenn virtu þar fyr­ir sér rómað fjall­lendi í gær þegar víga­menn, grá­ir fyr­ir járn­um, þustu út úr skóg­lendi spöl­korn frá og biðu ekki boðanna held­ur hófu skot­hríð með sjálf­virk­um skot­vopn­um er lyktaði með því að 26 ferðamann­anna lágu í valn­um og er þar um að ræða mesta mann­fall al­mennra borg­ara í hryðju­verka­árás síðasta ald­ar­fjórðung­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert