Stóraðgerð lögreglu nyrst í Noregi

Mehamn er hluti af sveitarfélaginu Gamvik í nyrsta fylki Noregs …
Mehamn er hluti af sveitarfélaginu Gamvik í nyrsta fylki Noregs þar sem lögregla réðst til inngöngu í nokkur sjávarútvegsfyrirtæki og handtók níu manns í stóraðgerð í dag. mbl.is/Atli Steinn Guðmundsson

Níu manns hafa verið hand­tekn­ir og eru form­lega grunaðir um brot á norskri fisk­veiðilög­gjöf eft­ir að lög­regla lét til skar­ar skríða í nyrsta fylki lands­ins, Finn­mark, í dag og réðst til inn­göngu í sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki í fimm sveit­ar­fé­lög­um, Le­bes­by, Gam­vik, Tana, Porsan­ger og Hammer­fest, í kjöl­far rann­sókn­ar­vinnu sem hún seg­ir hafa staðið í eitt ár.

Svart sam­starf áhafna og fisk­markaða, kvóta­s­vindl og falsaðar afla­töl­ur reynd­ist vera um­fangs­mikið í þess­um nyrstu véum Nor­egs þar sem sjáv­ar­út­veg­ur­inn er helsta lifi­brauð hins fá­menna heim­skauta­fylk­is sem að flat­ar­máli er tölu­vert stærra en Dan­mörk, en fóstr­ar þó aðeins um 75.000 íbúa.

„Hér er um að ræða gróft brot gegn fisk­veiðilög­gjöf,“ sagði Morten Daae lög­reglu­full­trúi á blaðamanna­fundi lög­regl­unn­ar í dag, „refsiramm­inn er sex ár. Auk þess vilj­um við meina að hér sé um skipu­lagða glæp­a­starf­semi að ræða sem get­ur teygt refsiramm­ann upp í tólf ár,“ sagði hann enn frem­ur.

Yfir 30 ábend­ing­ar borist

Hafði lög­regla af­skipti af fimm sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um sem öll tengj­ast gegn­um eign­ar­hald, en eft­ir því sem Tor­stein Petter­sen yf­ir­lög­regluþjónn sagði á blaðamanna­fund­in­um höfðu lög­reglu borist yfir 30 ábend­ing­ar um af­brot­a­starf­sem­ina áður en ráðist var í lög­regluaðgerðina þar sem lög­regl­an naut aðstoðar Sjáv­ar­út­vegs­stofn­un­ar Nor­egs, strand­gæslu, skattyf­ir­valda og toll­gæsl­unn­ar.

Svo sem fram hef­ur komið nær rann­sókn lög­reglu aft­ur til síðasta árs og var það í fyrra­sum­ar sem hún tók að skoða sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki í Finn­mark vegna gruns um brot.

„Við öfl­um okk­ur nú frek­ari upp­lýs­inga í kjöl­far hús­leit­ar hjá lönd­un­ar­stöðvum og í ýmsu skrif­stofu­hús­næði auk leit­ar um borð í bát­um og yf­ir­heyrslna. Mark­miðið er að skapa sterk­an grund­völl fram­halds­rann­sókn­ar,ׅ“ seg­ir Daae lög­reglu­full­trúi að lok­um um lög­regluaðgerðina í Finn­mark sem hugs­an­lega mun af­hjúpa fisk­veiðibrot und­ir merkj­um skipu­lagðrar glæp­a­starf­semi.

NRK

ABC Nyheter

Fiskeri­bla­det

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert