Erfiðleikum er nú bundið í Svíþjóð að nýta rafræn skilríki til að komast inn í netbanka meðan á álagsárás, svokallaði DDoS-árás tölvuþrjóta, stendur þar í landi, en eftir því sem gögn vefjarins Downdetector sýna tóku upplýsingar um ofurálag á vefþjónum smáforritsins, er virkjar rafrænu skilríkin, að berast upp úr klukkan 21 í kvöld að sænskum tíma.
Segir upplýsingafulltrúi fyrirtækisins að baki rafrænu auðkenningunni, Charlotte Pataky, að ráðist hafi verið harkalega til atlögu gegn vefþjónunum. „Við biðjumst velvirðingar á þessu og róum að því öllum árum að koma kerfum okkar í samt lag,“ segir upplýsingafulltrúinn við sænska ríkisútvarpið SVT.
Pataky segir ekki alla viðskiptavini fyrirtækisins verða fyrir erfiðleikum við að komast inn í netbanka sína og vonast sé til þess að allt verði komið í gagnið áður en langt um líður.