Svíar sæta tölvuárás

Netárás var gerð á fyrirtæki sem heldur úti auðkennisskilríkjum fyrir …
Netárás var gerð á fyrirtæki sem heldur úti auðkennisskilríkjum fyrir netbanka í Svíþjóð í kvöld. AFP

Erfiðleik­um er nú bundið í Svíþjóð að nýta ra­f­ræn skil­ríki til að kom­ast inn í net­banka meðan á álags­árás, svo­kallaði DDoS-árás tölvuþrjóta, stend­ur þar í landi, en eft­ir því sem gögn vefjar­ins Downdetector sýna tóku upp­lýs­ing­ar um of­urálag á vefþjón­um smá­for­rits­ins, er virkj­ar ra­f­rænu skil­rík­in, að ber­ast upp úr klukk­an 21 í kvöld að sænsk­um tíma.

Seg­ir upp­lýs­inga­full­trúi fyr­ir­tæk­is­ins að baki ra­f­rænu auðkenn­ing­unni, Char­lotte Pata­ky, að ráðist hafi verið harka­lega til at­lögu gegn vefþjón­un­um. „Við biðjumst vel­v­irðing­ar á þessu og róum að því öll­um árum að koma kerf­um okk­ar í samt lag,“ seg­ir upp­lýs­inga­full­trú­inn við sænska rík­is­út­varpið SVT.

Pata­ky seg­ir ekki alla viðskipta­vini fyr­ir­tæk­is­ins verða fyr­ir erfiðleik­um við að kom­ast inn í net­banka sína og von­ast sé til þess að allt verði komið í gagnið áður en langt um líður.

SVT

Aft­on­bla­det

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert