Árásarmaðurinn bölvaði „vistmorð“ í stefnuyfirlýsingu

Árás­armaður­inn er 15 ára gam­all nemandi við skólann.
Árás­armaður­inn er 15 ára gam­all nemandi við skólann. AFP

Árás­armaður­inn sem drap sam­nem­anda sinn og særði þrjá til viðbót­ar í skóla í Frakklandi í dag gaf út stefnu­yf­ir­lýs­ingu skömmu fyr­ir árás­ina.

Ein stúlka er lát­in og að minnsta kosti þrír særðir eft­ir hnífstungu í Notre Dame de Tou­tes Ai­des-mennta­skól­an­um í Nan­tes. Skól­inn var rýmd­ur.

Árás­armaður­inn, sem er 15 ára gam­all nem­andi við skól­ann, var hand­tek­inn á vett­vangi eft­ir að hafa verið yf­ir­bugaður af kenn­ara í skól­an­um. 

Ásetn­ing­ur árás­ar­manns­ins er óljós. Le monde grein­ir frá því að pilt­ur­inn hafi gefið út 13 síðna stefnu­yf­ir­lýs­ingu á innri vef skól­ans þar sem því er lýst hvernig „hnatt­væðing“ hafi „umbreytt kerf­inu okk­ar í vél fyr­ir rotn­andi mann­ver­ur“.

Í yf­ir­lýs­ing­unni er kallað eft­ir „líf­rænni upp­reisn“ svo að „jafn­vægi nátt­úr­unn­ar“ geti end­ur­heimt stöðu sína gegn „hnatt­vædda vist­morðinu“. Óljóst er hvort hann hafi skrifað yf­ir­lýs­ing­una sjálf­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert