Byrjaður að selja „Trump 2028“-varning

Trump er að selja stuttermaboli sem á stendur: „Trump 2028 …
Trump er að selja stuttermaboli sem á stendur: „Trump 2028 (Endurskrifum reglurnar)“. Það er samt hægara sagt en gert að „endurskrifa reglurnar“. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti er byrjaður að selja klæðnað merkt­an „Trump 2028“ á vefsíðu sinni, sem virðist gefa í skyn að hann vilji sækj­ast eft­ir þriðja kjör­tíma­bil­inu, sem er bannað sam­kvæmt stjórn­ar­skrá lands­ins.

Trump, sem hef­ur horft upp á vin­sæld­ir sín­ar hrapa í skoðana­könn­un­um frá því að hann tók við embætti for­seta að nýju, hef­ur enn ekki úti­lokað að sækj­ast eft­ir þriðja kjör­tíma­bili.

Flest­ir sér­fræðing­ar á sviði stjórn­mála, þar á meðal dóms­málaráðherra Banda­ríkj­anna, segja að það myndi reyn­ast Trump erfitt að sitja þriðja kjör­tíma­bilið.

Og þó, birti sam­fé­lags­miðlareikn­ing­ur tengd­ur Trump mynd af syni for­set­ans, Eric, í dag þar sem hann sést með rauða der­húfu á höfði merkta „Trump 2028“. Húf­urn­ar eru til sölu fyr­ir 50 banda­ríkja­dali á op­in­berri vefsíðu Trumps.

Virðist vilja gera breyt­ing­ar á stjórn­ar­skrá

Auk þess má finna stutterma­boli á vefsíðunni sem á stend­ur: „Trump 2028 (End­ur­skrif­um regl­urn­ar)“. 

Skoðanakann­an­ir sýna vax­andi áhyggj­ur meðal Banda­ríkja­manna af fram­göngu Trumps í lyk­il­mál­efn­um og ekki síst af tolla­út­spili for­set­ans.

Trump, sem gegndi einnig embætti for­seta árin 2017 til 2021, hef­ur ít­rekað að hann sé „ekki að grín­ast“ um þriðja kjör­tíma­bilið og sagt að „aðferðir“ gætu leyft því að raun­ger­ast.

„Eng­an má kjósa til for­seta oft­ar en tvisvar“ seg­ir í 22. grein stjórn­ar­skrár­inn­ar. En nú virðist Trump vilja „end­ur­skrifa regl­urn­ar“.

Það þyrfti tvo þriðju at­kvæða bæði í full­trúa­deild og öld­unga­deild þings­ins til að breyta stjórn­ar­skránni svo að hún heim­ilaði þriðja kjör­tíma­bilið. Breyt­ing­in þyrfti auk þess að vera samþykkt í að minnsta kosti 38 af 50 ríkj­um lands­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert