Einn látinn og þrír særðir eftir hnífstunguárás

Lögreglumenn á vettvangi.
Lögreglumenn á vettvangi. Ljósmynd/X

Einn nem­andi er lát­inn og að minnsta kosti þrír særðir eft­ir hnífstungu í einka­skóla í vest­ur­hluta Frakk­lands, að sögn franskra fjöl­miðla.

BBC grein­ir frá. Árás­in átti sér stað í Notre-Dame-de-Tou­tes-Ai­des-mennta­skól­an­um í Nan­tes. Árás­armaður­inn, sem er 15 ára gam­all, er sagður hafa verið hand­tek­inn á vett­vangi eft­ir að hafa verið yf­ir­bugaður af kenn­ara í skól­an­um. Skól­inn var rýmd­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert