Leitaði skjóls frá árásum Rússa inni á klósetti

„Maður er farinn að venjast þessu á þann hátt að …
„Maður er farinn að venjast þessu á þann hátt að maður verður ekki lengur eins hræddur þegar árásir gerast, viðvaranir eru hluti af daglegu lífi hjá okkur,“ segir Óskar. Samsett mynd/AFP/Stringer/AFP/Tetiana Dzhafarova

Óskar Hall­gríms­son leitaði skjóls ásamt eig­in­konu sinni inni á baðher­bergi í nótt á meðan rúss­nesk flug­skeyti dundu á Kænug­arði í einni um­fangs­mestu loft­árás á úkraínsku höfuðborg­ina í marga mánuði.

Tólf fór­ust og tug­ir særðust í árás­inni.

Óskar Hall­gríms­son sem er blaðamaður, heim­ilda­ljós­mynd­ari og mynd­listamaður, hef­ur verið bú­sett­ur í Úkraínu með eig­in­konu sinni í nokk­ur ár.

„Það eru dag­leg­ar viðvar­an­ir við sprengju­árás­um hérna. Íslend­ing­ar segja oft að lífið gangi sinn vana­gang og í Kænug­arði er þetta ein­mitt það, vana­gang­ur, en það er ekki eðli­legt eða í lagi, og verður það aldrei.

Maður er far­inn að venj­ast þessu á þann hátt að maður verður ekki leng­ur eins hrædd­ur þegar árás­ir ger­ast, viðvar­an­ir eru hluti af dag­legu lífi hjá okk­ur,“ seg­ir Óskar í sam­tali við mbl.is.

Eyðilagðar íbúðabyggingar í Kænugarði, eftir árás Rússa í nótt.
Eyðilagðar íbúðabygg­ing­ar í Kænug­arði, eft­ir árás Rússa í nótt. AFP/​Tetiana Dzhafarova

„Ég fór beint að vinna“

„Ég kom heim úr fríi, við tóku svaka­leg­ar árás­ir og ég fór beint að vinna, ég er bú­inn að vera að mynda aðstæður í Kænug­arði í all­an morg­un og er al­veg ósof­inn,“ seg­ir Óskar, en hann og kon­an hans komu heim úr rúm­lega tveggja vikna fríi í úkraínsku sveit­inni í gær – fyrsta fríi sem hann hef­ur tekið sér í þrjú ár.

„Ég var far­inn að finna fyr­ir stríðinu og var kom­inn með lík­am­leg um­merki þess að vera að vinna stans­laust í miðju stríði,“ seg­ir hann. Fjöl­skylda hans hafi því beðið hann um að taka sér pásu og þau hjón­in farið eins langt frá stríðinu og þau komust og slakað á í sveit­inni í rúm­ar tvær vik­ur.

„Við kom­um heim í gær­kvöldi og ég var mjög slak­ur og út­hvíld­ur eft­ir fríið og stein­sofnaði um kvöldið. Um hálf­tíma seinna vaknaði ég við svaka­leg­ar spreng­ing­ar. Oft heyri ég læti í fjar­lægð þegar verið er að skjóta niður ein­hverja dróna, og maður kipp­ir sér ekk­ert upp við það leng­ur, en þetta var mjög um­fangs­mikið, stórt og kom í mörg­um bylgj­um. Það er greini­legt að mikið af sprengj­un­um hafi kom­ist í gegn.

En svo veit maður ekki neitt. Við hlup­um strax inn á baðher­bergi og enduðum á að vera þar alla nótt­ina.“

Íbúar í Kænugarði leituðu margir skjóls í skýlum neðanjarðar í …
Íbúar í Kænug­arði leituðu marg­ir skjóls í skýl­um neðanj­arðar í borg­inni. AFP/​Str­in­ger

„Þumalputta­regla“ að hafa tvo veggi á milli

Hvers vegna leituðuð þið skjóls inni á baðher­bergi?

„Íbúðin okk­ar er uppi á átt­undu hæð og það er sprengju­skýli í kjall­ar­an­um en viðvör­un­ar­f­laut­urn­ar heyr­ast einu sinni, tvisvar á dag hérna – ég myndi ekki gera annað en að hanga í þess­um kjall­ara ef ég færi niður í hvert skipti. Yf­ir­leitt fer maður ekki í skjól nema maður þurfi virki­lega á því að halda og þumalputta­regl­an er sú að þú vilt hafa tvo veggi á milli þín og um­hverf­is­ins – því fleiri vegg­ir, því betra.

Hjá okk­ur er t.d. út­vegg­ur og svo tveir aðrir vegg­ir inn að baðher­berg­inu, sem úr öll­um átt­um er í miðri íbúðinni, þannig að baðher­bergið er ör­ugg­asti staður­inn til að vera á og það er við hliðina á út­gang­in­um.“

Seg­ir hann þau hjón­in hafa lagt það í vana að leita þangað þegar þau telja þörf á því. „Ekki ef spreng­ing­arn­ar eru í ákveðinni fjar­lægð en ef við heyr­um í drón­un­um, sem hljóma eins og skell­inöðrur, þá eru þeir inn­an tveggja til þriggja kíló­metra frá okk­ur, og þá höf­um við verið að fara inn á bað.“

Viðbragðsaðilar við vinnu í Kænugarði í morgun.
Viðbragðsaðilar við vinnu í Kænug­arði í morg­un. AFP/​Str­in­ger

„Þjónaði eng­um hernaðarleg­um til­gangi“

Aðspurður seg­ir Óskar björg­un­ar­starf í Úkraínu vera orðið eins og vel smurð vél. Hann hafi farið á vett­vang í morg­un og orðið vitni að skemmd­um, eyðilegg­ingu og grát­andi, hræddu og syrgj­andi fólki á göt­un­um, en viðbragðsaðilar hafi þegar verið bún­ir að fara vel yfir svæðið og fjar­lægja mest allt af göt­un­um.

„Þetta var að ger­ast í nótt og ég var að koma þarna um klukk­an 10 í morg­un, björg­un­ar­starfið er orðin mjög vel smurð vél. Það er visst kerfi sem fer í gang þegar árás verður – það koma viðbragðsaðilar sem vinna mjög hratt og vel, hreinsa allt af göt­un­um, full­vissa sig um að eng­inn sé eft­ir inni í bygg­ing­un­um, slökkva elda, taka skýrsl­ur af fólki, ganga úr skugga um að það sé eng­inn gas­leki og svo mikið fleira.

Þessi árás náði yfir frek­ar stórt svæði, þetta voru alla­vega svona sjö til átta bygg­ing­ar sem gjör­skemmd­ust. Það var ráðist á all­ar stóru borg­irn­ar í Úkraínu.

Þetta var mjög víðtæk árás og hún þjónaði eng­um hernaðarleg­um til­gangi. Hún færði Rússa ekk­ert fram­ar á víg­lín­unni, styrkti her­deild­ir þeirra ekki neitt og dró ekki úr vilja vest­rænna þjóða til að styðja Úkraínu, miklu frek­ar sjá þær að það er verið að myrða sak­lausa borg­ara.“

Viðbragðsaðilar bera slasaðan heimamann á börum á vettvangi árásarinnar í …
Viðbragðsaðilar bera slasaðan heima­mann á bör­um á vett­vangi árás­ar­inn­ar í morg­un. AFP/​Str­in­ger
Viðbragðsaðilar við vinnu snemma í morgun.
Viðbragðsaðilar við vinnu snemma í morg­un. AFP/​Str­in­ger
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert