Selenskí aflýsir fundum í S-Afríku og heldur heim

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti.
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti. AFP

Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti hef­ur af­lýst hluta af dag­skrá sinni í Suður-Afr­íku eft­ir stór­fellda eld­flauga­árás­ir Rússa á Kænug­arð, höfuðborg Úkraínu, í nótt.

Selenskí grein­ir frá því á sam­fé­lags­miðlin­um X að hann mundi halda heim á leið í dag eft­ir fund með Cyr­il Ramap­hosa, for­seta Suður-Afr­íku. Upp­haf­lega átti Selenskí að funda með full­trú­um G20-ríkj­anna en Andrii Sybiha, ut­an­rík­is­ráðherra Úkraínu, mun funda með þeim í stað Selenkís.

Í það minnsta níu lét­ust í árás­um Rússa á Kænug­arð og tug­ir manna eru særðir.

„Björg­un­araðgerðir standa enn yfir og verið er að hreinsa rúst­ir íbúðar­húsa. Á þess­ari stundu hafa 80 manns særst víðs veg­ar um Úkraínu. All­ir fá þá hjálp sem þeir þurfa,“ skrif­ar Selenskí í færslu á X.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert